Erlent

Brennan á Kóraninum sett í bið, en ekki hætt við hana

Flórídapresturinn Terry Jones segir að hann hafi sett fyrrihugaða brennu sína á Kóraninum í biðstöðu. Hann sé hingvegar ekki hættur við brennuna eins og margir fjölmiðlar hafa greint frá.

Ákvörðun Jones um að setja brennuna í bið kom eftir að Robert Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ræddi við hann í síma og eftir að menn frá bandarísku alríkislögreglunni FBI höfðu fundað með Jones.

Gates mun hafa sagt Jones að ef hann héldi áformum sínum til streitu myndi það setja líf bandarískra hermanna í hættu. Jones ætlaði að brenna eintök af Kóraninum á morgun laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×