Erlent

Kolkrabbinn Páll orðin heiðursborgari í spænskum bæ

Spánverjar eru að vonum hrifnir af kolkrabbanum Páli í Þýskalandi en hann spáði rétt fyrir um sigur þeirra á HM í knattspyrnu í sumar. Ýmsum viðurkenningum hefur ringt yfir Pál á Spáni frá því að mótinu lauk.

Nú hafa bæjaryfirvöld í bænum Carballino ákveðið að gera kolkrabbann að heiðursborgara. Bæjaryfirvöldin hafa án árangurs reynt að kaupa Pál af sjávardýragarðinum í Oberhausen.

Fyrir utan heiðursborgaratitilinn hefur Páll fengið bronsstyttu af sér á Spáni og víða er hægt að kaupa spænska landsliðstreyju með nafni hans á bakinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×