Erlent

Vann tæpar 1300 milljónir í lottó

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hann var heppinn Svíi einn á sextugsaldri sem hafði keypt sér lottómiða. Maðurinn var staddur í sumarhúsi með eiginkonunni þegar að hann fann lottómiða í vasa sínum sem hann hafði næstum gleymt.

Hann ákvað að gera sér ferð á næsta lottósölustað til að kanna hvort eitthvað væri á miðanum áður en miðinn yrði ógildur. Konan var ekkert sérlega hress yfir þessu enda kostaði þetta bílferð í hálfan dag.

Konan hefur líklegast hresst sig við þegar maðurinn kom til baka enda hafði hann unnið tæpar 80 milljón sænskar krónur á miðann. Það samsvarar 1280 milljónum íslenskra króna.

Það var Jyllands Posten sem greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×