Skuldadagar í Helguvík 14. september 2010 06:00 Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar grein í Fréttablaðið 10. september 2010 undir fyrirsögninni „Komið að skuldadögum í Helguvík". Í greininni segir m.a.: „Af einhverjum ástæðum sá Skipulagsstofnun ekki ástæðu til að taka afstöðu til ofangreindrar umsagnar Orkustofnunar í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum Reykjanesvirkjunar." Sigmundur taldi að umsögn Orkustofnunar sýndi að hugmyndir HS Orku um stækkun Reykjanesvirkjunar hafi frá upphafi verið óraunsæjar. Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að stofnunin tók í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum stækkunar Reykjanesvirkjunar í júlí 2009 undir margt af því sem fram kom í umsögn Orkustofnunar við frummatsskýrslu HS Orku, auk þess sem atriði úr umsögninni voru ítarlega reifuð. Hins vegar var það staðreynd sem stofnunin benti á í álitinu að í frummatsskýrslu kæmi fram augljós skoðanamunur milli jarðhitasérfræðinga HS Orku annars vegar og Orkustofnunar hins vegar. Skoðanamunur væri um veigamikla þætti er vörðuðu þau áhrif sem vinnsla hefði haft á jarðhitakerfið frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett árið 2006 og frekari áhrif fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Að áliti Skipulagsstofunar var stofnuninni gert erfitt um vik að leggja mat á hver yrðu raunveruleg áhrif stækkunarinnar á jarðhitaauðlindina í ljósi þessa ágreinings og þeirrar miklu óvissu sem óhjákvæmilega væri til staðar um áhrif stækkunar Reykjanesvirkjunar á jarðhitakerfið. Stofnunin taldi því eðlilegt að frekari umfjöllun um áhrif stækkunarinnar á auðlindina þyrfti að fara fram við leyfisumsóknir HS Orku til Orkustofnunar og svo virðist sem að sú umfjöllun eigi sér nú stað í leyfisferli fyrirtækisins hjá Orkustofnun. Skipulagsstofnun vill jafnframt benda á að í álitinu fjallaði stofnunin um áhrif af þeirri vinnslustefnu sem viðgengist hefur frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett, slík vinnsla væri ágeng en ekki sjálfbær og kynni að hafa í för með sér að draga yrði úr vinnslu eftir tiltekið tímabil. Þetta gæti haft í för með sér að mati Skipulagsstofnunar að þess yrði sífellt freistað að stækka vinnslusvæði til að auka við vinnsluna eða mæta dvínandi afköstum borhola svo raforkuframleiðsla gæti haldist óbreytt. Einnig taldi stofnunin að ágeng vinnsla væri til þess fallin að auka ásókn orkufyrirtækja inn á ný og oft ósnortin háhitasvæði. Rut Kristinsdóttir sviðsstjóri umhverfissviðs Skipulagsstofnunar. Í grein sinni víkur Sigmundur einnig að því að Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti hafi hafnað kröfu um sameiginlegt mat fyrir framkvæmdir tengdar byggingu álvers í Helguvík. Kröfur um sameiginlegt mat álvers í Helguvík við tengdar framkvæmdir hafa oftar en einu sinni komið til kasta Skipulagsstofnunar. Lokaniðurstaða um slíkt mat birtist í úrskurði umhverfisráðherra í lok janúar 2010 þar sem ekki var fallist á þá kröfu að svokallaðar Suðvesturlínur yrðu metnar með tengdum framkvæmdum, m.a. þeim mögulegu virkjanakostum sem ættu að veita álveri í Helguvík orku. Þar var m.a. tekið undir þann rökstuðning sem áður hafði komið í ákvörðunum Skipulagsstofnunar 25. mars og 30. október 2009 sem byggði m.a. á ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, en skv. þeim taldi stofnunin að ekki væri hægt að líta svo á að framkvæmd gæti talist „fyrirhuguð" í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, fyrr en framkvæmdaraðili gæti lagt fram tillögu að matsáætlun. Því gæti orkuvinnsla á hugmyndastigi, sem þó væri tilgreind sem möguleg uppspretta orku fyrir álver í Helguvík ekki orðið hluti af sameiginlegu mati umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun bendir á að búið var að taka ákvarðanir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar víða á Reykjanesi áður en fyllilega var ljóst hvaðan hann myndi fá orku og áform um ýmsa virkjanakosti komin mun skemur á veg en uppbygging iðnaðar og flutningskerfis fyrir raforku. Skipulagsstofnun telur að það hljóti að vera æskilegt við undirbúning ákvarðana um uppbyggingu orkufrekrar starfsemi að fyrir liggi upplýsingar og skýr heildarsýn og stefna um hvaðan slík starfsemi sæki orku, en með tilliti til þeirra skilyrða sem ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum setja, telur stofnunin ljóst að þau ákvæði nýtast ekki sem stjórntæki til að fá fram slíka sýn. Þar þyrfti að koma til skýr stefna stjórnvalda á landsvísu og sveitarfélaga varðandi nýtingu vatnsorku og jarðvarma og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar grein í Fréttablaðið 10. september 2010 undir fyrirsögninni „Komið að skuldadögum í Helguvík". Í greininni segir m.a.: „Af einhverjum ástæðum sá Skipulagsstofnun ekki ástæðu til að taka afstöðu til ofangreindrar umsagnar Orkustofnunar í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum Reykjanesvirkjunar." Sigmundur taldi að umsögn Orkustofnunar sýndi að hugmyndir HS Orku um stækkun Reykjanesvirkjunar hafi frá upphafi verið óraunsæjar. Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að stofnunin tók í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum stækkunar Reykjanesvirkjunar í júlí 2009 undir margt af því sem fram kom í umsögn Orkustofnunar við frummatsskýrslu HS Orku, auk þess sem atriði úr umsögninni voru ítarlega reifuð. Hins vegar var það staðreynd sem stofnunin benti á í álitinu að í frummatsskýrslu kæmi fram augljós skoðanamunur milli jarðhitasérfræðinga HS Orku annars vegar og Orkustofnunar hins vegar. Skoðanamunur væri um veigamikla þætti er vörðuðu þau áhrif sem vinnsla hefði haft á jarðhitakerfið frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett árið 2006 og frekari áhrif fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Að áliti Skipulagsstofunar var stofnuninni gert erfitt um vik að leggja mat á hver yrðu raunveruleg áhrif stækkunarinnar á jarðhitaauðlindina í ljósi þessa ágreinings og þeirrar miklu óvissu sem óhjákvæmilega væri til staðar um áhrif stækkunar Reykjanesvirkjunar á jarðhitakerfið. Stofnunin taldi því eðlilegt að frekari umfjöllun um áhrif stækkunarinnar á auðlindina þyrfti að fara fram við leyfisumsóknir HS Orku til Orkustofnunar og svo virðist sem að sú umfjöllun eigi sér nú stað í leyfisferli fyrirtækisins hjá Orkustofnun. Skipulagsstofnun vill jafnframt benda á að í álitinu fjallaði stofnunin um áhrif af þeirri vinnslustefnu sem viðgengist hefur frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett, slík vinnsla væri ágeng en ekki sjálfbær og kynni að hafa í för með sér að draga yrði úr vinnslu eftir tiltekið tímabil. Þetta gæti haft í för með sér að mati Skipulagsstofnunar að þess yrði sífellt freistað að stækka vinnslusvæði til að auka við vinnsluna eða mæta dvínandi afköstum borhola svo raforkuframleiðsla gæti haldist óbreytt. Einnig taldi stofnunin að ágeng vinnsla væri til þess fallin að auka ásókn orkufyrirtækja inn á ný og oft ósnortin háhitasvæði. Rut Kristinsdóttir sviðsstjóri umhverfissviðs Skipulagsstofnunar. Í grein sinni víkur Sigmundur einnig að því að Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti hafi hafnað kröfu um sameiginlegt mat fyrir framkvæmdir tengdar byggingu álvers í Helguvík. Kröfur um sameiginlegt mat álvers í Helguvík við tengdar framkvæmdir hafa oftar en einu sinni komið til kasta Skipulagsstofnunar. Lokaniðurstaða um slíkt mat birtist í úrskurði umhverfisráðherra í lok janúar 2010 þar sem ekki var fallist á þá kröfu að svokallaðar Suðvesturlínur yrðu metnar með tengdum framkvæmdum, m.a. þeim mögulegu virkjanakostum sem ættu að veita álveri í Helguvík orku. Þar var m.a. tekið undir þann rökstuðning sem áður hafði komið í ákvörðunum Skipulagsstofnunar 25. mars og 30. október 2009 sem byggði m.a. á ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, en skv. þeim taldi stofnunin að ekki væri hægt að líta svo á að framkvæmd gæti talist „fyrirhuguð" í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, fyrr en framkvæmdaraðili gæti lagt fram tillögu að matsáætlun. Því gæti orkuvinnsla á hugmyndastigi, sem þó væri tilgreind sem möguleg uppspretta orku fyrir álver í Helguvík ekki orðið hluti af sameiginlegu mati umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun bendir á að búið var að taka ákvarðanir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar víða á Reykjanesi áður en fyllilega var ljóst hvaðan hann myndi fá orku og áform um ýmsa virkjanakosti komin mun skemur á veg en uppbygging iðnaðar og flutningskerfis fyrir raforku. Skipulagsstofnun telur að það hljóti að vera æskilegt við undirbúning ákvarðana um uppbyggingu orkufrekrar starfsemi að fyrir liggi upplýsingar og skýr heildarsýn og stefna um hvaðan slík starfsemi sæki orku, en með tilliti til þeirra skilyrða sem ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum setja, telur stofnunin ljóst að þau ákvæði nýtast ekki sem stjórntæki til að fá fram slíka sýn. Þar þyrfti að koma til skýr stefna stjórnvalda á landsvísu og sveitarfélaga varðandi nýtingu vatnsorku og jarðvarma og uppbyggingu orkufreks iðnaðar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar