Erlent

Chavez slítur stjórnmálasambandi við Kólombíu

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur ákveðið að slíta stjórnmálasambandi landsins við Kólombíu.

Hefur sendiherra Venesúela og starfsliði hans verið skipað að yfirgefa Kólombíu ekki síðar en á sunnudag. Jafnframt hefur her Venesúela verið skipað að vera í viðbragðsstöðu á landamærum ríkjanna.

Ástæðan fyrir stjórnarslitunum eru yfirlýsingar stjórnvalda í Kólombíu um að þau hafi órækar sannanir fyrir því að Chavez hafi leyft Farc skæruliðum að koma upp bækistöðvum og búðum innan landamæra Venesúela.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Chavez slítur stjórnmálasambandi við aðrar þjóðir en yfirleitt hefur það komist á að nýju nokkrum mánuðum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×