Viðskipti innlent

Jólaverslun Visa náði hámarki síðustu tvo dagana fyrir jól

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors.

Jólaverslun Visa korthafa náði hámarki síðustu tvo dagana fyrir jól eins og undanfarin ár en alls varð rúmlega 5% veltuaukning innanlands nú fyrir jólin ef miðað er við sama tímabil og í fyrra, að sögn Viðars Þorkelssonar forstjóra VALITOR.

Tímabilið sem miðað er við nær frá 1. desember og fram að jólum.

VALTIOR gerir ráð fyrir að kreditkortavelta fyrir kortatímabilið frá 18. nóv til 17. des sl. hafi aukist í heildina um allt að 13% í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Þar af hafi kortavelta erlendis aukist um 30% á milli ára og innlend kortaveltavelta um 11%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×