Innlent

Líðan kvennanna stöðug

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð eftir slysið og þyrla Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugvél á Akureyri voru í viðbragðsstöðu.mynd/ólöf dómhildur jóhannsdóttir
Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð eftir slysið og þyrla Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugvél á Akureyri voru í viðbragðsstöðu.mynd/ólöf dómhildur jóhannsdóttir
Líðan kvennanna tveggja sem slösuðust illa í rútuslysi sem varð í Reykjadal í Þingeyjarsýslu í fyrrakvöld er stöðug. Þær eru komnar á almenna deild.

Um er að ræða tvær franskar konur sem hafa verið á ferðalagi um Ísland frá því á sunnudag. Þær voru í fimmtán manna hópi ferðamanna, fjórtán þeirra frá Frakklandi en einn frá Sviss. Auk ferðamannanna voru í rútunni bílstjóri og leiðsögumaður. Ferðalagið átti að standa í tíu daga.

Ekki er vitað hvað olli slysinu en fyrstu vísbendingar benda til þess að það hafi verið bilaður bremsur. „Bíllinn var að koma niður bratta heiði og nýbúinn að taka 180 gráðu beygju. Það er í rauninni ekki vitað hvað gerðist, það er verið að rannsaka það. Það bendir allt til þess að þetta hafi verið óhapp," segir Þórir Garðarsson hjá Allrahanda sem á rútuna.

Ferðin var á vegum Ferðakompanísins en samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu var rútan skoðuð fyrir brottför án þess að neitt óeðlilegt hefði komið í ljós auk þess sem bílstjórinn var atvinnuökumaður til margra ára.

Allir sem voru í rútunni slösuðust en konurnar tvær alvarlegast og voru þær fluttar með þyrlu á Landspítalann í fyrrakvöld. Þær voru með beinbrot og innvortis áverka. Rútan fór út af þjóðvegi eitt, inn á tún og valt þar.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×