Erlent

Hér segir af vitleysingnum Horatio

Óli Tynes skrifar
Það var auðvelt fyrir lögguna að fylgja slóð þjófsins Horatios.
Það var auðvelt fyrir lögguna að fylgja slóð þjófsins Horatios.

Þjófurinn Horatio Toure gekk laus í níu mínútur eftir að hann hrifsaði iPhone úr hendi starfsmanns tölvufyrirtækis í San Francisco.

Starfsmaðurinn var að prófa nýja viðbót við tækið og starði á það eins og dáleiddur. Það var því lítið mál fyrir Horatio að hrifsa af honum síman og forða sér á harða hlaupum. Ýmsar krókaleiðir náttúrlega.

Það sem vitleysingurinn Horatio vissi ekki var að nýja viðbótin sem starfsmaðurinn var að prófa var sendir fyrir GPS tæki.

Annar starfsmaður var með GPS tækið til þess að fylgjast með ferðum hans. Það var því lítið mál fyrir lögregluna að rekja slóðina með tækinu.

Og mikil var undrun Horatios þegar hinn langi armur laganna klappaði á öxlina á honum níu mínútum eftir að hann stal símanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×