Magnús Þór: Snæfell er ekkert að fara að stoppa þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2010 10:00 Magnús Þór Gunnarsson. Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira