Erlent

Mótmæli og verkföll halda áfram í Frakklandi

Ekkert lát er á mótmæla- og verkfallsaðgerðum í Frakklandi og halda þær áfram í dag, áttunda daginn í röð. Búið er að boða til fjölmenns útifundar í miðborg Parísar í kvöld.

Frumvarp um hækkun á eftirlaunaaldri úr 60 í 62 ár, sem mótmælin beinast gegn, var tekið til afgreiðslu á franska þinginu í gærdag og atkvæðagreiðsla um frumvarpið gæti orðið síðdegis í dag.

Í mótmælaaðgerðunum í gærdag kom víða til átaka milli mótmælenda og lögreglu en alls voru tæplega 430 manns handteknir í tengslum við þau.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×