Viðskipti innlent

Föroya Banki dregur úr væntingum um hagnað

Föroya Banki hefur dregið úr væntinum sínum um hagnað á árinu 2009. Áður hefur bankinn áætlað að hagnaðurinn, fyrir skatta, yrði á bilinu 165 til 195 milljónir danskra kr. Nú telur bankinn að hagnaðurinn muni nema 150 til 160 milljónum danskra kr. eða allt að rúmlega 3,8 milljörðum kr.

Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. Ástæður þess að Föroya Banki dregur úr væntingum sínum um hagnað er einkum vegna meiri kostnaðar af ríkisaðstoð þeirri sem bankinn fékk á síðasta ári frá dönskum stjórnvöldum. Sú aðstoð var í formi ríkistryggingar á innistæðum í bankanum.

Ennfremur kemur fram að bankinn mun fá um 10 milljónum danskra kr. minna úr sölu sinni á fiskeldisstöðinni Vestlax. Þá mun afskriftarþörf bankans hafa aukist umfram áætlanir á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×