Erlent

Talibanar fá mikið fé frá Vesturlöndum

Óli Tynes skrifar
Við viljum kauphækkun.
Við viljum kauphækkun.

Einn af foringjum talibana í Afganistan hefur sagt Sky fréttastofunni að þeir sæki mestan fjárstuðning sinn til Bretlands. Það fé sé notað til vopnakaupa og til þess að fjármagna árásir hvar sem er í heiminum. Tveir fréttamanna Sky hafa fengið áður óþekktan aðgang að talibönum. Þeir hafa meira að segja fylgst með þeim koma fyrir vegasprengjum sem hafa orðið svo mörgum breskum hermönnum til bana.

Á fundi með einum foringja þeirra í lok heimsóknarinnar sagði hann að dyggir stuðningsmenn í Bretlandi og Pakistan sendum þeim milljónir á milljónir ofan. Foringinn sagði ennfremur að þeir væru tilbúnir að gera árásir hvenær sem er, hvar sem er í heiminum.

Talibanar fá einnig vel greitt fyrir að láta bílalestir NATO í friði í Afganistan. Þúsundir vöruflutningabíla flytja allskonar vistir til herstöðva bandalagsins í landinu. Undanfarið hafa talibanar gert margar árásir á olíubíla NATO og sprengt tugi þeirra í loft upp. Ekki er ljóst hvers vegna. Mögulega er þetta útgáfa talibana á launadeilu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×