Framtíð Heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 21. október 2010 10:45 Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun