Erlent

Það er dýrt að reykja

Óli Tynes skrifar
Reykingafólk er ekki tekið neinum vettlingatökum hjá Ryanair og í Noregi.
Reykingafólk er ekki tekið neinum vettlingatökum hjá Ryanair og í Noregi.

Túnisbúi sem var á leið með Ryanair frá Milanó til Oslóar komst að því að mönnum er full alvara með reykingabanni í flugvélum. Nikótínþörfin bar hann ofurliði á leiðinni og hann laumaðist til þess að kveikja sér í sígarettu á klósetti vélarinnar. Því var fremur illa tekið.

Þegar til Oslóar kom var hann samstundis handtekinn og stungið í fangaklefa. Þar var hann látinn dúsa þartil hann hafði reitt fram 200 þúsund króna sekt. Svo var honum formlega vísað úr landi í Noregi og sendur aftur með næstu vél til Milanó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×