Óskar Bjarni: Lofa sigri ef við fyllum húsið á mánudaginn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. apríl 2010 23:07 Óskar Bjarni. Fréttablaðið/Daníel Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, leyfði sínum mönnum að spila frjálsan bolta í leiknum gegn Akureyi, og hann var stoltur maður eftir 25-31 sigur. „Í síðasta leik vorum við nokkuð góðir, það voru lítil atriði sem voru að trufla okkur. Við viljum meina að þetta hafi verið hugarfarið þá. En það sást í kvöld að við erum ekkert tilbúnir til að fara í frí. Menn sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Nú er bara spurningin hvort drengirnir hafi verið að bjarga heiðrinum eða hvort þeir vilja virkilega mæta Haukunum," sagði Óskar. Liðið keyrði norður í morgun og er núna á leiðinni heim. Áætlaður komutími í Valsheimilið er seint í nótt. „Það var löngu ákveðið að fara með rútu en við ætluðum að fljúga heim. Í gamla daga keyrðum við alltaf, maður slakar á, stoppar og er einbeittari við verkefnið. Ég hélt að þeir myndu ekki eiga roð í okkur í byrjun." „Með þessa hröðu leikmenn, Sigga, Fannar og Siffa, þetta var átakanlega flott. Við spiluðum frjálsan bolta í dag, þetts eru besti finturnar í deildinni og þegar við spilum okkar kerfi er erfitt að eiga við okkur." „Það verður háspenna á mánudaginn. Gleðin fyrir mig er að fara núna að klippa og pæla, ég veit ekki hvað ég gerði ef þetta væri búið. Við þurfum að klára gott lið Akureyrar ef við ætlum þangað." Og Óskar vill fá fleiri í húsið en á fimmtudag. „Þetta er handboltinn. Þetta er gaman og allt önnur íþrótt. Það er spurning um að spila leikinn á mánudaginn bara hér? Þetta var gaman að spila fyrir framan allt þetta fólk." "Ég er stoltur af fólkinu sem keyrði með okkur, þetta eru snillingar og þetta eru þeir sem koma á leikina okkar. Nú biðla ég til Valsmanna að gera svipað á mánudginn, við eigum það skilið segi ég." „Ef við fyllum húsið á mánudaginn lofa ég sigri," sagði glaðbeittur Óskar Bjarni. Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, leyfði sínum mönnum að spila frjálsan bolta í leiknum gegn Akureyi, og hann var stoltur maður eftir 25-31 sigur. „Í síðasta leik vorum við nokkuð góðir, það voru lítil atriði sem voru að trufla okkur. Við viljum meina að þetta hafi verið hugarfarið þá. En það sást í kvöld að við erum ekkert tilbúnir til að fara í frí. Menn sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Nú er bara spurningin hvort drengirnir hafi verið að bjarga heiðrinum eða hvort þeir vilja virkilega mæta Haukunum," sagði Óskar. Liðið keyrði norður í morgun og er núna á leiðinni heim. Áætlaður komutími í Valsheimilið er seint í nótt. „Það var löngu ákveðið að fara með rútu en við ætluðum að fljúga heim. Í gamla daga keyrðum við alltaf, maður slakar á, stoppar og er einbeittari við verkefnið. Ég hélt að þeir myndu ekki eiga roð í okkur í byrjun." „Með þessa hröðu leikmenn, Sigga, Fannar og Siffa, þetta var átakanlega flott. Við spiluðum frjálsan bolta í dag, þetts eru besti finturnar í deildinni og þegar við spilum okkar kerfi er erfitt að eiga við okkur." „Það verður háspenna á mánudaginn. Gleðin fyrir mig er að fara núna að klippa og pæla, ég veit ekki hvað ég gerði ef þetta væri búið. Við þurfum að klára gott lið Akureyrar ef við ætlum þangað." Og Óskar vill fá fleiri í húsið en á fimmtudag. „Þetta er handboltinn. Þetta er gaman og allt önnur íþrótt. Það er spurning um að spila leikinn á mánudaginn bara hér? Þetta var gaman að spila fyrir framan allt þetta fólk." "Ég er stoltur af fólkinu sem keyrði með okkur, þetta eru snillingar og þetta eru þeir sem koma á leikina okkar. Nú biðla ég til Valsmanna að gera svipað á mánudginn, við eigum það skilið segi ég." „Ef við fyllum húsið á mánudaginn lofa ég sigri," sagði glaðbeittur Óskar Bjarni.
Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira