Erlent

Prinsessa í sjokki eftir bílslys

Beatrice sést hér með móður sinni Söru Ferguson.
Beatrice sést hér með móður sinni Söru Ferguson. Mynd/AP
Beatrice prinsessa, dóttir Andrews prins af Englandi, slapp með skrekkinn eftir bílslys skammt frá Buckingham höll í morgun. Prinsessan var í BMW bíl sínum ásamt lífverði í sex akreina hringtorgi skammt frá höllinni þegar bíllinn kramdist milli tveggja hæða strætisvagns og rútu. Bíllinn er mikið skemmdur en prinsessan og lífvörðurinn sluppu ómeidd. Hún er þó sögð hafa verið í sjokki eftir óhappið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×