Tíu þúsund trassar: Ríkisskattstjóri undirbýr aðgerðir 27. desember 2010 12:40 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri Fleiri en tíu þúsund fyrirtæki eiga eftir að skila ársreikningi til ársreikningaskrár, en ríkisskattstjóri segir sum fyrirtæki hafa trassað skilin svo árum skipti. Hann skorar á fyrirtæki að gera bragarbót á og boðar aðgerðir á næstu mánuðum. Embætti ríkisskattstjóri birtir auglýsingu í fjölmiðlum í dag þar sem skorað er á stjórnir félaga að skila ársreikningi fyrir árið 2009 til ársreikningaskrár. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir um sameiginlegt átak hjá embættinu og Viðskiptaráði að ræða. Samkvæmt lögum áttu félög að skila ársreikningum til ársreikningaskrár fyrir lok ágústmánaðar síðastliðins, en Skúli segir mikinn fjölda fyrirtækja hafa virt skilafrestinn að vettugi. „Það eru eitthvað yfir tíu þúsund ársreikningar sem ekki hafa borist til ársreikningaskrár til opinberrar birtingar. Við erum að hefja auglýsinga- og kynningarherferð til að koma þessum skilum í lag. Í framhaldi af því hefjast svo beinar aðgerðir," segir Skúli. Skúli segir ýmsar ástæður fyrir því að stjórnir fyrirtækja láti hjá líða að skila ársreikningi til opinberrar birtingar. Sumir beri fyrir sig samkeppnisástæður, aðrir óttist að fjölmiðlar birti upplýsingar úr ársreikningunum, en meginástæðan sé þó trassaskapur eða hugsunarleysi. Hann segir algengt að fyrirtæki trassi skilin í lengri tíma, og jafnvel mörg ár. „Því miður þá eru það of mörg tilfelli. Það eru of margir sem senda ekki reikningana, jafnvel nokkur ár í röð. Þetta þýðir auðvitað að við verðum að grípa til aðgerða." Skúli segist ekki geta tilgreint nákvæmlega hversu langur tími líður þar til embættið grípur til þess ráðs að sekta fólk. Hann fullyrðir þó að eftir einn til tvo mánuði verði gripið til aðgerða ef menn verði ekki komnir með skilin í lag. Embættið hafi nokkuð oft lagt sektir á fyrirtæki, en Skúli segir embættið oft nýta sektarrammann að fullu, sem heimilar allt að 500 þúsund króna sekt á félög sem vanrækja skilaskylduna. „Sumir láta sér samt sem áður ekki segjast, þó sektir séu lagðar á. Þá þurfa menn auðvitað að huga að öðrum aðgerðum, og það er einnig í undirbúningi." Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fleiri en tíu þúsund fyrirtæki eiga eftir að skila ársreikningi til ársreikningaskrár, en ríkisskattstjóri segir sum fyrirtæki hafa trassað skilin svo árum skipti. Hann skorar á fyrirtæki að gera bragarbót á og boðar aðgerðir á næstu mánuðum. Embætti ríkisskattstjóri birtir auglýsingu í fjölmiðlum í dag þar sem skorað er á stjórnir félaga að skila ársreikningi fyrir árið 2009 til ársreikningaskrár. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir um sameiginlegt átak hjá embættinu og Viðskiptaráði að ræða. Samkvæmt lögum áttu félög að skila ársreikningum til ársreikningaskrár fyrir lok ágústmánaðar síðastliðins, en Skúli segir mikinn fjölda fyrirtækja hafa virt skilafrestinn að vettugi. „Það eru eitthvað yfir tíu þúsund ársreikningar sem ekki hafa borist til ársreikningaskrár til opinberrar birtingar. Við erum að hefja auglýsinga- og kynningarherferð til að koma þessum skilum í lag. Í framhaldi af því hefjast svo beinar aðgerðir," segir Skúli. Skúli segir ýmsar ástæður fyrir því að stjórnir fyrirtækja láti hjá líða að skila ársreikningi til opinberrar birtingar. Sumir beri fyrir sig samkeppnisástæður, aðrir óttist að fjölmiðlar birti upplýsingar úr ársreikningunum, en meginástæðan sé þó trassaskapur eða hugsunarleysi. Hann segir algengt að fyrirtæki trassi skilin í lengri tíma, og jafnvel mörg ár. „Því miður þá eru það of mörg tilfelli. Það eru of margir sem senda ekki reikningana, jafnvel nokkur ár í röð. Þetta þýðir auðvitað að við verðum að grípa til aðgerða." Skúli segist ekki geta tilgreint nákvæmlega hversu langur tími líður þar til embættið grípur til þess ráðs að sekta fólk. Hann fullyrðir þó að eftir einn til tvo mánuði verði gripið til aðgerða ef menn verði ekki komnir með skilin í lag. Embættið hafi nokkuð oft lagt sektir á fyrirtæki, en Skúli segir embættið oft nýta sektarrammann að fullu, sem heimilar allt að 500 þúsund króna sekt á félög sem vanrækja skilaskylduna. „Sumir láta sér samt sem áður ekki segjast, þó sektir séu lagðar á. Þá þurfa menn auðvitað að huga að öðrum aðgerðum, og það er einnig í undirbúningi."
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira