Sport

Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis

Valur Smári Heimisson skrifar
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis. Mynd/Anton

Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

„Það var ansi margt sem fór úrskeðis hjá okkur í dag. Við létum Eyjamenn einfaldlega taka okkur. Þeir voru grimmari, ákveðnari og gengu hreint til verks," sagði Ólafur.

Hann var ekki nógu sáttur við dómara leiksins en Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk að líta rautt spjald í síðari hálfleik. Þá fékk hann sína aðra áminningu í leiknum fyrir leikaraskap.

„Ég var ekki nógu sáttur við dómarann og þessi brottrekstur var algerlega íþarfur. Fyrra gula spjaldið var frekar ósanngjarnt og það er svo alveg óskiljanlegt að hann skuli senda manninn út af þegar hann er að reyna fiska eitthvað brot í seinni hálfleik. Leikmenn ÍBV komust þar að auki upp með að brjóta alveg jafn illa af sér án þess að fá nein spjöld fyrir," sagði Ólafur.

„Það sást þó ekki á vellinum þó svo að við vorum manni færi. Við fengum færi til að skora en nýttum okkar færi ekki nógu vel. Með smá heppni hefðum við getað fengið stig úr leiknum úr því sem komið var."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×