Erlent

Bandaríkin geta gert betur

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. Mynd/AP
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkin þurfa að gera mun meira til að aðstoða mexíkósk yfirvöld í baráttu þeirra gegn skipulögðum glæpasamtökum. Hún líkir samtökunum við starfsemi hryðjuverkamanna og bendir máli sínu til stuðnings á að glæpasamtökin beiti nú óspart bílsprengjum.

Ofbeldisverkum fíkniefnagengja í Mexíkó fer stöðugt fjölgandi. Frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006 hafi nærri 28 þúsund manns fallið. Lögreglan og herinn hafa lagt hald á 84 þúsund vopn á þessu tímabili sem og 400 milljónir dollara sem taldir eru gróði af fíkniefnaviðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×