Erlent

Franska þingið samþykkir bann við búrkum

Óli Tynes skrifar
Hver fer þar?
Hver fer þar?

Franska þingið hefur samþykkt frumvarp sem bannar konum að klæðast búrkum á almannafæri. Búrkurnar hylja fólk frá toppi til táar þannig að aðeins sést í augun.

Þetta hefur allengi verið til umræðu í Frakklandi.

Aðallega er vísað til öryggissjónarmiða. Enginn viti hvað feli sig undir búrkunum og það sé ekki ásættanlegt miðað við ástandið í heiminum í dag.

Belgiska þingið hefur tekið svipaða afstöðu og fleiri vestræn ríki eru að skoða sinn gang. Það má gera því skóna að múslimar bregðist reiðir við niðurstöðunum á franska þinginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×