Heldur áfram í lága drifinu 22. apríl 2010 06:00 The National sendir loksins frá sér nýja plötu eftir þriggja ára bið. Mynd/Keith Klenowski Beðið hefur verið eftir nýrri plötu frá The National með mikilli eftirvæntingu. Nú er hún loksins á leiðinni, en væntingarnar eru himinháar og það er spurning hvort hljómsveitinni tekst að heilla aðdáendur sína. New York-hljómsveitin The National sendir frá sér plötuna High Violet 10. maí næstkomandi. Platan fylgir eftir hinni frábæru Boxer sem kom út árið 2007 og kynnti hljómsveitina fyrir miklu stærri áheyrendahópi en hún var vön – lög eins og Fake Empire og Mistaken for Strangers heyrðust í útvarpi um allan heim og The National var allt í einu eitt af stóru nöfnunum á stórum tónleikahátíðum. Það hvílir því mikil pressa á hljómsveitinni – High Violet verður að vera góð. Hinn 10. mars í ár kom The National fram í kvöldþætti Jimmy Fallon og flutti lagið Terrible Love, sem er upphafslag High Violet. Lagið er nokkuð frábrugðið því sem hljómsveitin var að gera á Boxer, takturinn er annar ásamt andrúmsloftinu. Þegar hlustað er á plötuna heyrist þó að hljómsveitin er fljót að skipta í lága drifið sem einkenndi Boxer; lag númer tvö, Sorrow, er frábær sorgarsöngur sem hefði alveg eins getað komið út á Boxer. Lögin sem fylgja í kjölfarið virðast svo ekki ætla að valda vonbrigðum. Talandi um andrúmsloft þá var það gríðarlega stór hluti af því sem gerði síðustu plötu góða. Lögin voru keyrð áfram af öflugu ryþmapari og píanói, en sú uppröðun hefði auðveldlega getað orðið ódýrt afrit af Coldplay. Bresku sykurpúðarnir eru hins vegar síðasta hljómsveitin sem manni dettur í hug við hlustun á Boxer og nýju plötuna High Violet. Guði svo lof. Þegar hljómsveitin Interpol sló í gegn með plötunni Turn on the Bright Lights árið 2002 fylgdu nokkrar hljómsveitir á eftir og tóku misgóð afrit af stílnum. Þar fór fremst í flokki breska hljómsveitin Editors, sem hefur þó reynt að finna eigin stíl í seinni tíð. The National er undir augljósum áhrifum frá Interpol en hefur algjörlega tekist að skapa eigin hljóm á eigin forsendum. High Violet virðist ætla að undirstrika það, en nánast það eina sem hljómsveitirnar tvær eiga sameiginlegt í dag er fagmannlegur trommuleikur og baritón rödd. Spennandi verður að sjá hvernig umheimurinn tekur nýju framlagi The National í maí. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Beðið hefur verið eftir nýrri plötu frá The National með mikilli eftirvæntingu. Nú er hún loksins á leiðinni, en væntingarnar eru himinháar og það er spurning hvort hljómsveitinni tekst að heilla aðdáendur sína. New York-hljómsveitin The National sendir frá sér plötuna High Violet 10. maí næstkomandi. Platan fylgir eftir hinni frábæru Boxer sem kom út árið 2007 og kynnti hljómsveitina fyrir miklu stærri áheyrendahópi en hún var vön – lög eins og Fake Empire og Mistaken for Strangers heyrðust í útvarpi um allan heim og The National var allt í einu eitt af stóru nöfnunum á stórum tónleikahátíðum. Það hvílir því mikil pressa á hljómsveitinni – High Violet verður að vera góð. Hinn 10. mars í ár kom The National fram í kvöldþætti Jimmy Fallon og flutti lagið Terrible Love, sem er upphafslag High Violet. Lagið er nokkuð frábrugðið því sem hljómsveitin var að gera á Boxer, takturinn er annar ásamt andrúmsloftinu. Þegar hlustað er á plötuna heyrist þó að hljómsveitin er fljót að skipta í lága drifið sem einkenndi Boxer; lag númer tvö, Sorrow, er frábær sorgarsöngur sem hefði alveg eins getað komið út á Boxer. Lögin sem fylgja í kjölfarið virðast svo ekki ætla að valda vonbrigðum. Talandi um andrúmsloft þá var það gríðarlega stór hluti af því sem gerði síðustu plötu góða. Lögin voru keyrð áfram af öflugu ryþmapari og píanói, en sú uppröðun hefði auðveldlega getað orðið ódýrt afrit af Coldplay. Bresku sykurpúðarnir eru hins vegar síðasta hljómsveitin sem manni dettur í hug við hlustun á Boxer og nýju plötuna High Violet. Guði svo lof. Þegar hljómsveitin Interpol sló í gegn með plötunni Turn on the Bright Lights árið 2002 fylgdu nokkrar hljómsveitir á eftir og tóku misgóð afrit af stílnum. Þar fór fremst í flokki breska hljómsveitin Editors, sem hefur þó reynt að finna eigin stíl í seinni tíð. The National er undir augljósum áhrifum frá Interpol en hefur algjörlega tekist að skapa eigin hljóm á eigin forsendum. High Violet virðist ætla að undirstrika það, en nánast það eina sem hljómsveitirnar tvær eiga sameiginlegt í dag er fagmannlegur trommuleikur og baritón rödd. Spennandi verður að sjá hvernig umheimurinn tekur nýju framlagi The National í maí. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“