Erlent

Stormur veldur usla á finnskri rokkhátíð

Um 40 slösuðuðust í gærdag þar af tveir alvarlega á rokkhátíð í Finnlandi eftir að stormur gekk yfir tónleikasvæðið.

Hátiðin sem um ræðir heitir Sonisphere og fer fram í bænum Björneborg . Stormurinn fór fyrst yfir bæinn Björneborg þar sem hann skemmdi nokkuð af húsum áður en hann skall á tónleikagesti á rokkhátíðinni.

Einkaþota hljómsveitarinnar Iron Maiden skemmdist töluvert í storminum en hljómsveitin kom á henni til Finnlands til að spila á tónlistahátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×