Erlent

Leitinni að morðingja Olafs Palme verður haldið áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Olaf Palme var myrtur árið 1986. Mynd/ AFP.
Olaf Palme var myrtur árið 1986. Mynd/ AFP.
Samkvæmt nýjum lögum sem sænska þingið hefur samþykkt verður hægt að halda leitinni að morðingja Olafs Palme áfram. Palme var myrtur þann 28. febrúar 1986.

Samkvæmt þeim lögum sem voru í gildi hefði þurft að hætta rannsókn málsins í febrúar á næsta ári, þegar 25 ár eru liðin frá morðinu. Nú hefur þingið hins vegar samþykkt lög þess efnis að alvarleg og óleyst morð fyrnist ekki.

Ef lögin hefðu ekki verið samþykkt hefði svo kallaður Palm-hópur, sem rannsakar morðið, þurft að hætta morðrannsókninni sem hefur staðið yfir allt frá því að morðið var framið.

Christer Pettersson var fundinn sekur um morðið. Hann var síðar sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum, þrátt fyrir að ekkja Palmes hafi bent á hann í sakbendingu. Christer Pattersson lést árið 2004.

Lögin um að afnema fyrningarfrest voru samþykkt samhljóða í sænska þinginu, eftir þvi sem Danmarks Radio greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×