Óréttlætið er líka óhagkvæmt 24. september 2010 06:00 Kvótakerfið í sjávarútvegi er óréttlátt. Framsalinu fylgir að fáir auðgast vel á annarra kostnað. Samþjöppun aflaheimilda dregur úr tekjum á einum stað og verðfellur eignir en bætir stöðuna á öðrum stað. Þetta bitra óréttlæti er varið með því að benda á hagkvæmnina sem framsalinu fylgir. Minni tilkostnaður verður við veiðarnar og útgerðin færist í hendur þeirra sem best kunna að stunda atvinnurekstur. Ávinningur þjóðarinnar af kerfinu með framsalinu sé ótvíræður þrátt fyrir ákveðið óréttlæti. Nú eru liðin 20 ár síðan framsalið var leyft og í annað sinn er verið að endurskoða löggjöfina og gera úttekt á þróuninni. Hin óvænta staðreynd sem dregin er fram í nýlegum opinberum skýrslum er að goðsögnin um hið hagkvæma óréttlæti er röng. Óréttlætið hefur ekki fært þjóðinni ávinning. Þvert á móti þá er óréttlætið sjálf meinsemdin sem hefur komið í veg fyrir að hagkvæmni eða ávinningur hafi skilað sér til þjóðarinnar. Óréttlætið hefur reynst vera óhagkvæmt fyrir alla, nema þá fáu sem hafa á síðustu árum dregið fjögur hundruð milljarða króna út úr atvinnugreininni. Óréttlætið hefur komið fyrirtækjunum í verri stöðu en dæmi eru um og á þjóðina eru að falla stærri einkavíxlar en nokkru sinni fyrr. Í skýrslu rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem kom út í maí síðastliðnum, eru merkilegar upplýsingar sem vert er að gefa gaum. Þar kemur fram að samþjöppun veiðiheimilda hafi haldið áfram en ekki skilað sér í framleiðniaukningu í veiðunum. Fimm stærstu kvótahafarnir hafa aukið hlut sinn í heildarkvóta úr 17% árið 1995 í 34% árið 2007. Aflinn var 112 tonn af þorskígildum á hvert starf árið 1991 en 111 tonn árið 2008. Öll framleiðniaukningin í sjávarútveginum hefur orðið í vinnslunni, en í henni er ekkert kvótakerfi og engin takmörkun á atvinnufrelsi manna. Aflinn á hvert starf í fiskvinnslunni var árið 1991 87 þorskígildistonn en var orðinn 151 tonn árið 2008. Framsalið, grundvöllur kvótakerfisins, er heldur ekki að skila því að kvóta hvers árs sé úthlutað til þeirra sem svo veiða fiskinn. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá maí 2010 eru upplýsingar um viðskipti með veiðiheimildir. Þar kemur fram að um 40% af kvótanum í aflamarkskerfinu skiptu um hendur og voru því veidd af öðrum en þeim sem fengu úthlutunina. Hlutfallið er enn hærra eða ríflega 50% í smábátakerfinu. Þessi viðskipti með árskvótann, aflamarkið, hafa frekar farið vaxandi en hitt. Þetta þýðir að færari útgerðarmenn eru ekki að leysa þá slakari af hólmi eins og framsalið á að leiða til. Þvert á móti gerist hið gagnstæða, hæfari útgerðarmennirnir komast ekki inn í kerfið heldur verða að greiða hinum hátt árlegt leigugjald fyrir veiðarnar. Nýr hagkvæmur útgerðarmáti sem verður til vegna breyttra aðstæðna nýtur sín ekki vegna leigugjaldsins og það viðheldur óhagkvæmari útgerð mun lengur en efni standa til. Heildarkostnaður við veiðarnar verður meiri en þarf að vera. Leiguliðakerfið verndar skussana og verðlaunar þá að auki. Það er grundvallaratriði í skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi að leyfunum á hverjum tíma sé úthlutað til þeirra sem veiða fiskinn. Það er mikill misbrestur á því og það kostar þjóðina tugi milljarða króna á hverju ári. Þetta mikla svigrúm til þess að veiða ekki eigin kvóta árum saman heldur framselja hann, óréttlætið sjálft , hefur leitt til þess að bókfært eigið fé sjávarútvegsins hefur þurrkast út á fáum árum. Nettóskuldirnar voru 90% af útflutningstekjum árið 1997 en voru komnar í 272% af útflutningstekjum árið 2008. Það gerðist án þess að nokkur framleiðniaukning hafi orðið í veiðunum. Framsalið sem átti að búa til stór og öflug útgerðarfyrirtæki, gerði það að nokkru leyti, en það bjó líka til veiðiheimildir sem hægt var að selja fyrir stórfé, og það bjó til eigendur sem juku skuldirnar um 400 milljarða króna á 12 árum. Þessir peningar fóru út úr fyrirtækjunum til eigenda sinna. Óréttlætið breytti of mörgum útgerðarmönnum í fjárplógsmenn. Hagkvæmnin sem þjóðin átti að njóta varð að persónulegri hagkvæmni í bankabókum á Tortola. Óréttlátt kerfi er og verður alltaf óhagkvæmt, það getur ekki endað öðru vísi. Fullyrðingin um hið hagkvæma kvótakerfi þrátt fyrir innbyggt óréttlæti er goðsögnin ein. Eigi kerfið að virka fyrir þjóðarhag verður að leiðrétta óréttlætið. Undan því verður ekki vikist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kvótakerfið í sjávarútvegi er óréttlátt. Framsalinu fylgir að fáir auðgast vel á annarra kostnað. Samþjöppun aflaheimilda dregur úr tekjum á einum stað og verðfellur eignir en bætir stöðuna á öðrum stað. Þetta bitra óréttlæti er varið með því að benda á hagkvæmnina sem framsalinu fylgir. Minni tilkostnaður verður við veiðarnar og útgerðin færist í hendur þeirra sem best kunna að stunda atvinnurekstur. Ávinningur þjóðarinnar af kerfinu með framsalinu sé ótvíræður þrátt fyrir ákveðið óréttlæti. Nú eru liðin 20 ár síðan framsalið var leyft og í annað sinn er verið að endurskoða löggjöfina og gera úttekt á þróuninni. Hin óvænta staðreynd sem dregin er fram í nýlegum opinberum skýrslum er að goðsögnin um hið hagkvæma óréttlæti er röng. Óréttlætið hefur ekki fært þjóðinni ávinning. Þvert á móti þá er óréttlætið sjálf meinsemdin sem hefur komið í veg fyrir að hagkvæmni eða ávinningur hafi skilað sér til þjóðarinnar. Óréttlætið hefur reynst vera óhagkvæmt fyrir alla, nema þá fáu sem hafa á síðustu árum dregið fjögur hundruð milljarða króna út úr atvinnugreininni. Óréttlætið hefur komið fyrirtækjunum í verri stöðu en dæmi eru um og á þjóðina eru að falla stærri einkavíxlar en nokkru sinni fyrr. Í skýrslu rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem kom út í maí síðastliðnum, eru merkilegar upplýsingar sem vert er að gefa gaum. Þar kemur fram að samþjöppun veiðiheimilda hafi haldið áfram en ekki skilað sér í framleiðniaukningu í veiðunum. Fimm stærstu kvótahafarnir hafa aukið hlut sinn í heildarkvóta úr 17% árið 1995 í 34% árið 2007. Aflinn var 112 tonn af þorskígildum á hvert starf árið 1991 en 111 tonn árið 2008. Öll framleiðniaukningin í sjávarútveginum hefur orðið í vinnslunni, en í henni er ekkert kvótakerfi og engin takmörkun á atvinnufrelsi manna. Aflinn á hvert starf í fiskvinnslunni var árið 1991 87 þorskígildistonn en var orðinn 151 tonn árið 2008. Framsalið, grundvöllur kvótakerfisins, er heldur ekki að skila því að kvóta hvers árs sé úthlutað til þeirra sem svo veiða fiskinn. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá maí 2010 eru upplýsingar um viðskipti með veiðiheimildir. Þar kemur fram að um 40% af kvótanum í aflamarkskerfinu skiptu um hendur og voru því veidd af öðrum en þeim sem fengu úthlutunina. Hlutfallið er enn hærra eða ríflega 50% í smábátakerfinu. Þessi viðskipti með árskvótann, aflamarkið, hafa frekar farið vaxandi en hitt. Þetta þýðir að færari útgerðarmenn eru ekki að leysa þá slakari af hólmi eins og framsalið á að leiða til. Þvert á móti gerist hið gagnstæða, hæfari útgerðarmennirnir komast ekki inn í kerfið heldur verða að greiða hinum hátt árlegt leigugjald fyrir veiðarnar. Nýr hagkvæmur útgerðarmáti sem verður til vegna breyttra aðstæðna nýtur sín ekki vegna leigugjaldsins og það viðheldur óhagkvæmari útgerð mun lengur en efni standa til. Heildarkostnaður við veiðarnar verður meiri en þarf að vera. Leiguliðakerfið verndar skussana og verðlaunar þá að auki. Það er grundvallaratriði í skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi að leyfunum á hverjum tíma sé úthlutað til þeirra sem veiða fiskinn. Það er mikill misbrestur á því og það kostar þjóðina tugi milljarða króna á hverju ári. Þetta mikla svigrúm til þess að veiða ekki eigin kvóta árum saman heldur framselja hann, óréttlætið sjálft , hefur leitt til þess að bókfært eigið fé sjávarútvegsins hefur þurrkast út á fáum árum. Nettóskuldirnar voru 90% af útflutningstekjum árið 1997 en voru komnar í 272% af útflutningstekjum árið 2008. Það gerðist án þess að nokkur framleiðniaukning hafi orðið í veiðunum. Framsalið sem átti að búa til stór og öflug útgerðarfyrirtæki, gerði það að nokkru leyti, en það bjó líka til veiðiheimildir sem hægt var að selja fyrir stórfé, og það bjó til eigendur sem juku skuldirnar um 400 milljarða króna á 12 árum. Þessir peningar fóru út úr fyrirtækjunum til eigenda sinna. Óréttlætið breytti of mörgum útgerðarmönnum í fjárplógsmenn. Hagkvæmnin sem þjóðin átti að njóta varð að persónulegri hagkvæmni í bankabókum á Tortola. Óréttlátt kerfi er og verður alltaf óhagkvæmt, það getur ekki endað öðru vísi. Fullyrðingin um hið hagkvæma kvótakerfi þrátt fyrir innbyggt óréttlæti er goðsögnin ein. Eigi kerfið að virka fyrir þjóðarhag verður að leiðrétta óréttlætið. Undan því verður ekki vikist.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun