Erlent

Miklar skemmdir í miðborginni

Miklar skemmdir blasa við víðsvegar um í Christchurch eftir jarðskjálftann.
Miklar skemmdir blasa við víðsvegar um í Christchurch eftir jarðskjálftann. Mynd/AP
Umtalsverðar skemmdir blasa við víða í miðborg næst fjölmennstu borgar Nýja Sjálands eftir að harður jarðskjálfti reið yfir suðurhluta landsins seinnipartinn í dag. Skjálftinn var að stærðinni 7,2 en upptök hans voru í um 30 kílómetra fjarlægð frá borginni.

Í samtali við ríkisútvarp Nýja Sjálands sagði Mike Coleman, talsmaður lögreglunnar, að miklar skemmdir blasi við víða í miðborg Christchurch. Hann bað almenning um að halda sig innandyra í ljós þess að miklar líkur væru á eftirskjálftum. Enn sem komið er hafa ekki borist neinar fregnir af manntjóni.

Meirihluti íbúa borgarinnar voru flestir í fasta svefni þegar skálftinn reið yfir klukkan rúmlega hálf fimm að staðartíma.

Alþjóðaflugvellinum í borginni hefur verið lokað í ótilgreindan tíma.


Tengdar fréttir

Öflugur skjálfti á Nýja Sjálandi

Öflugur jarðskjálfti reið yfir suðurhluta Nýja Sjálands síðdegis. Skjálftinn var að stærðinni 7,1 en upptök hans voru 55 kílómetra norðvestur af Christchurch sem er önnur stærsta borg landsins. Fjölmargir eftirskjáltar hafa mælst undanfarnar tvær klukkustundir. Þá er búist við því að fljóðbylgja fylgi í kjölfarið. Umtalsverðar skemmdir yrðu á byggingum og öðrum mannvirkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×