Lífið

Hörð samkeppni milli stúlkna

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er annar skipuleggjenda sérstakrar stelpuspurningakeppni. 
fréttablaðið/stefán
Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er annar skipuleggjenda sérstakrar stelpuspurningakeppni. fréttablaðið/stefán

Söngkonan Þórunn Antonía Magnús­dóttir er annar skipuleggjenda stelpuspurningakeppni sem haldin er á Óliver fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Þriðja keppnin fer fram í kvöld og hefst klukkan 21.00.

„Ég og Hildur Sif, vinkona mín, erum að sjá um þessi kvöld. Okkur fannst oft spurningarnar í öðrum spurningakeppnum oft vera hálf leiðinlegar og of erfiðar fyrir fólk sem komið var í glas. Okkur datt því í hug að halda sérstakt stelpu-quiz þar sem við spyrjum um allt sem viðkemur lágmenningu, slúðri og fræga fólkinu," útskýrir Þórunn Antonía og tekur fram að karlmenn séu þó einnig velkomnir.

Fjórar stúlkur þurfa að skipa hvert lið og að sögn Þórunnar Antoníu skapast oft mikill keppnisandi í liðunum. Flestar haga stúlkurnar sér þó vel og enn hefur ekki komið til illinda. „Það eru oft einhverjar tapsárar með, en þær verða bara að bíta í það súra epli. Við reynum að standa fagmannlega að þessu en keppnin verður oft mjög hörð og einu sinni vorum við beðnar um endurtalningu." - sm










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.