Sækjum atvinnutækifærin Hannes Friðriksson skrifar 26. febrúar 2010 12:36 Það eru margar hliðar á hverju máli. Og umræðan í kringum einkarekið sjúkrahús á Ásbrú er gott dæmi um það. Fólk er þar ýmist með eða á móti. Fyrst þegar byrjað var að ræða einkarekið sjúkrahús á Ásbrú, var forsenda þess að hægt væri að ráðast í verkefnið sú að Heilbrigðistofnun Suðurnesja leigði út frá sér eina skurðstofu, en jafnframt átti að tryggja að mögulegt yrði að halda hinni skurðstofunni opinni. Sú umræða snérist eingöngu um eina hlið málsins þ.e. kostina, en göllunum var sleppt. Gallinn var sá að það þurfti að losa um nokkur rúm á HSS fyrir þá sjúklinga sem skornir voru. Hugmyndin var því á kostnað þeirra sem nauðsynlega þurftu á legurýmum að halda, sjúkum og öldruðum. Þessvegna var ég á móti hugmyndinni á sínum tíma. Ný hlið á málinu sem nú hefur verið kynnt, finnst mér mun heilbrigðari. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu einkasjúkrahúss á Ásbrú, án þess að íbúar sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda þurfi að víkja. Það hljómar vel, og er í anda þess sem ég tel að einkaframtak eigi að standa fyrir. Að aðrir beri ekki skaða af, þó af stað sé farið. Því styð ég þessa hugmynd að svo miklu leyti sem hún hefur verið kynnt. Rökin sem nú eru notuð gegn framkvæmdinni eru að óásættanlegt sé að ríkið leggi þar til fé til endurbyggingar sjúkrahússins. Forsaga málsins og aðkoma ríkisins að atvinnumálum á Suðurnesjum gleymast alveg. Það var ríkið sem á sínum tíma seldi hlut sinn í HS, og sagði jafnframt á sama tíma að hluti þeirrar peninga skyldi á ný renna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Lítið hefur sést til þeirra. Nú er tækifærið til að skila hluta þess fjár til baka. Og skapa hér á Suðurnesjum nokkurn fjölda starfa sem nú er mikil þörf á. Sú hugmynd sem nú er komin fram er góð, en á eftir að þróa áfram. Ganga þarf frá lausum endum sem enn eru óhnýttir og á hvern hátt ríkið geti komið að verkefninu. Verði þessi góða hugmynd að veruleika með öllum endum hnýttum þá er hér um að ræða mjög gott tækifæri. Verkefni sem getur skilað bæði ríki og bæ umtalsverðum tekjum til framtíðar. Þegar slík verkefni koma upp á borðið verða menn að skoða allar hliðar málsins. Komi það í ljós að kostirnir eru umtalsverðir og til hagsbóta fyrir alla aðila er mikilvægt að mynda breiða samstöðu um verkefnið. Þá er mikilvægt að þær upplýsingar sem sendar eru út byggi á því sem er. En ekki því sem menn vildu, eða eru heppilegastar fyrir einstaka aðila verkefnisins. Eingöngu þannig næst góð samstaða. Við skulum standa saman um þetta verkefni. Kjarninn er sá að með þessu er ekki verið að hverfa frá því grundvallarprinsippi jafnaðarmanna að ekki skuli byggt upp tvöfalt heilbrigðiskerfi fyrir almenning með öllum þeim efnalega mismun og óréttlæti sem því fylgir. Hér er fyrst og fremst um að ræða arðbæra fjárfestingu sem mun skila hundruðum starfa inn á svæðið og miklum tekjum fyrir samfélagið. Þá er þetta skref í þá átt að koma fyrrum eignum varnarliðsins í not okkur öllum til heilla. Með því að skapa fjölda nýrra starfa fyrir fólk með fjölbreytta menntun er stórum áfanga náð til að efla nýjan grunn undir atvinnulíf Suðurnesja. Sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun sem byggir á því að lækna útlenda sjúklinga með sérhæfðri skurðþjónustu er jákvætt innlegg í fjölbreytta atvinnusköpun í Ásbrú. Þannig þættum við saman orkunýtingu sem fylgir gagnaveri og virkjun mannauðs og menntunar með háskólastarfsemi og heilbrigðisþjónustu. Samstaða og samvinna um stór umbótamál fleyta okkur fyrr en nokkuð annað út úr samdrætti og atvinnuleysi. Lokum þrætubókinni þegar þess er nokkur kostur og vinnum saman að uppbyggingu á öflugu samfélagi til framtíðar fyrir okkur og afkomendur okkar. Hannes Friðriksson. Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það eru margar hliðar á hverju máli. Og umræðan í kringum einkarekið sjúkrahús á Ásbrú er gott dæmi um það. Fólk er þar ýmist með eða á móti. Fyrst þegar byrjað var að ræða einkarekið sjúkrahús á Ásbrú, var forsenda þess að hægt væri að ráðast í verkefnið sú að Heilbrigðistofnun Suðurnesja leigði út frá sér eina skurðstofu, en jafnframt átti að tryggja að mögulegt yrði að halda hinni skurðstofunni opinni. Sú umræða snérist eingöngu um eina hlið málsins þ.e. kostina, en göllunum var sleppt. Gallinn var sá að það þurfti að losa um nokkur rúm á HSS fyrir þá sjúklinga sem skornir voru. Hugmyndin var því á kostnað þeirra sem nauðsynlega þurftu á legurýmum að halda, sjúkum og öldruðum. Þessvegna var ég á móti hugmyndinni á sínum tíma. Ný hlið á málinu sem nú hefur verið kynnt, finnst mér mun heilbrigðari. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu einkasjúkrahúss á Ásbrú, án þess að íbúar sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda þurfi að víkja. Það hljómar vel, og er í anda þess sem ég tel að einkaframtak eigi að standa fyrir. Að aðrir beri ekki skaða af, þó af stað sé farið. Því styð ég þessa hugmynd að svo miklu leyti sem hún hefur verið kynnt. Rökin sem nú eru notuð gegn framkvæmdinni eru að óásættanlegt sé að ríkið leggi þar til fé til endurbyggingar sjúkrahússins. Forsaga málsins og aðkoma ríkisins að atvinnumálum á Suðurnesjum gleymast alveg. Það var ríkið sem á sínum tíma seldi hlut sinn í HS, og sagði jafnframt á sama tíma að hluti þeirrar peninga skyldi á ný renna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Lítið hefur sést til þeirra. Nú er tækifærið til að skila hluta þess fjár til baka. Og skapa hér á Suðurnesjum nokkurn fjölda starfa sem nú er mikil þörf á. Sú hugmynd sem nú er komin fram er góð, en á eftir að þróa áfram. Ganga þarf frá lausum endum sem enn eru óhnýttir og á hvern hátt ríkið geti komið að verkefninu. Verði þessi góða hugmynd að veruleika með öllum endum hnýttum þá er hér um að ræða mjög gott tækifæri. Verkefni sem getur skilað bæði ríki og bæ umtalsverðum tekjum til framtíðar. Þegar slík verkefni koma upp á borðið verða menn að skoða allar hliðar málsins. Komi það í ljós að kostirnir eru umtalsverðir og til hagsbóta fyrir alla aðila er mikilvægt að mynda breiða samstöðu um verkefnið. Þá er mikilvægt að þær upplýsingar sem sendar eru út byggi á því sem er. En ekki því sem menn vildu, eða eru heppilegastar fyrir einstaka aðila verkefnisins. Eingöngu þannig næst góð samstaða. Við skulum standa saman um þetta verkefni. Kjarninn er sá að með þessu er ekki verið að hverfa frá því grundvallarprinsippi jafnaðarmanna að ekki skuli byggt upp tvöfalt heilbrigðiskerfi fyrir almenning með öllum þeim efnalega mismun og óréttlæti sem því fylgir. Hér er fyrst og fremst um að ræða arðbæra fjárfestingu sem mun skila hundruðum starfa inn á svæðið og miklum tekjum fyrir samfélagið. Þá er þetta skref í þá átt að koma fyrrum eignum varnarliðsins í not okkur öllum til heilla. Með því að skapa fjölda nýrra starfa fyrir fólk með fjölbreytta menntun er stórum áfanga náð til að efla nýjan grunn undir atvinnulíf Suðurnesja. Sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun sem byggir á því að lækna útlenda sjúklinga með sérhæfðri skurðþjónustu er jákvætt innlegg í fjölbreytta atvinnusköpun í Ásbrú. Þannig þættum við saman orkunýtingu sem fylgir gagnaveri og virkjun mannauðs og menntunar með háskólastarfsemi og heilbrigðisþjónustu. Samstaða og samvinna um stór umbótamál fleyta okkur fyrr en nokkuð annað út úr samdrætti og atvinnuleysi. Lokum þrætubókinni þegar þess er nokkur kostur og vinnum saman að uppbyggingu á öflugu samfélagi til framtíðar fyrir okkur og afkomendur okkar. Hannes Friðriksson. Reykjanesbæ
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar