Erlent

Fugl úr martröð

Óli Tynes skrifar
Ótrúlega heillegur og vel varðveittur steingervingur sem fannst í Chile hefur leitt fram á sjónarsviðið stærsta og skelfilegasta fugl sem við höfum nokkrum sinnum séð.

Pelagornis chilensis var tveim metrum lengri en albatrosinn sem er fugla stærstur í dag. Og vænghafið var yfir fimm metrar.

Goggurinn var eins og vélsög, fullur af skelfilega hvössum tönnum. Sannarlega fugl til að fá martraðir útaf.

Pelagornis var sjófugl sem var uppi fyrir tveimur milljónum ára. Og hann var alvöru fugl, með fjöðrum og tilheyrandi en ekki fljúgandi risaeðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×