Erlent

Bretar óttast hryðjuverk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Heathrow flugvelli í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Frá Heathrow flugvelli í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Bretar hafa fært viðbúnaðarstig sitt vegna hryðjuverkaógnar í „alvarlegt ástand" vegna ótta um að al-Qaeda hryðjuverkasamtökin séu að skipuleggja árásarhrinu í Bretlandi eftir að hafa reynt að sprengja upp farþegaþotu á leið til Detroit í Bandaríkjunum um jólin.

Ákvörðunin er tekin á grundvelli upplýsinga sem sérdeild innan bresku leyniþjónustunnar hefur undir höndum og benda til þess að árás á Bretland sé mjög líkleg.

Utanríkisráðherrar fjölmargra ríkja munu hittast í Lundúnum í næstu viku til að ræða hryðjuverkaógn í Jemen og Afganistan. Á meðal fundargesta verða einnig Hamid Karzai, forseti Afganistan, Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×