Erlent

Ný rannsókn bendir til þess að kódein auki líkur á banaslysum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lyfið kódein, sem er algengt verkjalyf, getur aukið líkur á banaslysum í umferðinni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem sagt er frá á vef Daily Mail í dag.

Kódein er skylt morfíni. Eitt og sér er það lyfseðilskylt en það er einnig blandað með paracetamol. Í Bretlandi er það selt í smærri skömmtum sem krefjast þá ekki lyfseðils. Slíkt er hins vegar ekki gert á Íslandi lengur.

Rannsóknin bendir til þess að verkjalyfin geti gert ökumenn syfjaða, seinni til viðbragða og líklegri til þess að gera mistök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×