Hvað er stjórnmálamenning? 12. nóvember 2010 06:00 Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun