Erlent

Taiba-moskunni í Hamborg lokað

Lögreglumenn standa vörð við inngang Taiba-moskunnar í Hamborg í Þýskalandi. Moskuna er að finna á annarri hæð hússins. Borgarstjórnin ákvað að loka moskunni eftir að sýnt hafði verið fram á tengsl hennar við þekkta hryðjuverkamenn.Nordicphotos/AFP
Lögreglumenn standa vörð við inngang Taiba-moskunnar í Hamborg í Þýskalandi. Moskuna er að finna á annarri hæð hússins. Borgarstjórnin ákvað að loka moskunni eftir að sýnt hafði verið fram á tengsl hennar við þekkta hryðjuverkamenn.Nordicphotos/AFP
Þýska lögreglan hefur lokað moskunni Taiba í Hamborg þar sem talið er að flugvélaræningjar hafi skipulagt sjálfsmorðsárásirnar í Bandaríkjunum árið 2001. Þá var fjórum farþegaflugvélum beint á Tvíburaturnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington, en ein brotlenti á akri í Pennsylvaníu.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum voru það félagar í Al Kaída, staðsettir í Hamborg, sem skipulögðu árásirnar í Bandaríkjunum hinn 11. september árið 2001. Tæplega þrjú þúsund manns létu lífið í árásunum.

Rannsóknarmenn þýsku lögreglunnar grunar að meðlimir úr hópi íslamskrar hreyfingar Al Kaída frá Úsbekistan hafi hist í Taiba-moskunni áður en þeir hófu þjálfun sem stríðsmenn Heilags stríðs.

Um tuttugu lögreglumenn leituðu sönnunargagna í Taiba-moskunni fyrr í vikunni, en moskan gegndi því hlutverki að vera miðstöð menningarsamtaka.

Moskan hefur verið undir eftirliti lögreglu allt frá árinu 2001, en tenging moskunnar við hin ýmsu menningarsamtök vöktu grun um að samtökin hjálpuðu öfgasinnum. Eftirlit lögreglu leiddi svo til þess að moskunni hefur nú verið lokað.- jbá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×