Sjónir manna beinast að Nevada 2. nóvember 2010 05:00 Fjölmennasti kosningafundur ársins var haldinn í Washington um helgina að frumkvæði sjónvarpsgrínistanna Jons Stewart og Stephens Colbert undir kjörorðinu: Endurreisum heilbrigði og/eða ótta. nordicphotos/AFP Skoðanakannanir í Bandaríkjunum spá demókrötum ekki góðum árangri í þingkosninunum, sem haldnar verða í dag. Þeir hafa haft öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins, en nú virðist ætla að verða breyting þar á. „Það er eiginlega gefið að þeir missi meirihlutann í fulltrúadeildinni,“ segir Magnús Sveinn Helgason, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. „Það þarf eitthvað mjög merkilegt að gerast til að svo verði ekki. Það gerir enginn ráð fyrir því. Stóra spurningin snýst um það með hversu miklum mun demókratar tapa í fulltrúadeildinni, og hvort meirihluti repúblikana verður mjög naumur.“ „Eiginlega er engin spenna heldur um öldungadeildina,“ segir Magnús, „því allar líkur eru til að demókratar haldi meirihluta sínum þar. Það þarf eitthvað mjög skrýtið að gerast til að það verði ekki.“ Mesta spennanForsetinn og varaforsetinn Barack Obama og Joe Biden mega búast við erfiðleikum við að koma lögum í gegnum þingið næstu tvö árin.nordicphotos/AFPMagnús segir að mesta spennan í kosningunum snúist í kringum það hvernig Teboðshreyfingunni svonefndu vegnar, umdeildri grasrótarhreyfingu róttækra hægrimanna innan Repúblikanaflokksins sem hefur heldur betur hrist upp í kosningabaráttunni. „Í því sambandi beinast sjónir manna einkum að Nevada, þar sem Sharron Angle býður sig fram gegn Harry Reid, leiðtoga meirihluta Demókrataflokksins í öldungadeild. Það er allt útlit fyrir að Angle vinni, en þó er ekki alveg útilokað að Reid haldi sætinu. Ef svo fer, að Angle tapar eða vinnur mjög nauman sigur þá munu það verða með áhugaverðustu niðurstöðum kosninganna, því í byrjun ársins leit út fyrir að Reid myndi tapa með gríðarlegum mun, því hann hefur ekki verið mjög vinsæll. Angle er hins vegar það róttæk að henni hefur tekist að reita fylgið af Repúblikanaflokknum, og tapi hún verður það túlkað sem mikill ósigur fyrir Teboðshreyfinguna.“ Allt samkvæmt bókinniFyrir fram á það reyndar að koma fáum á óvart þótt demókratar tapi fylgi í þessum kosningum, sem eru fyrstu millikosningarnar eftir að Barack Obama var kosinn forseti fyrir tveimur árum. „Það er nánast ófrávíkjanleg regla að flokkur sitjandi forseta tapar í millikosningum. Einnig er nánast gefið að sá flokkur, sem er við völd þegar efnahagsástandið er svona slæmt, tapar atkvæðum,“ segir Magnús. „Fyrir utan þetta, þá er það líka nánast venjulegt ástand í Bandaríkjunum að flokkur forsetans sé ekki með meirihluta í báðum þingdeildunum. Og svo er eitt í viðbót, því demókratar unnu svo stóra sigra bæði 2006 og 2008 að þeir hafa verið með mörg sæti sem voru sögulega sæti Repúblikanaflokksins.“ Illvígt þrátefliMagnús segir ástandið í þinginu verða gjörbreytt fari svo, sem allt bendir til, að demókratar missi meirihluta sinn í fulltrúadeildinni. „Þingið mun ekki starfa með forsetanum, svo það stefnir í tvö ár af þrátefli milli þings og forseta. Þetta verður ekki bara pattstaða, heldur má búast við illvígum átökum því Repúblikanaflokkurinn hefur beinlínis lýst því yfir að það sé helsta markmið hans á næstu tveimur árum að grafa undan forsetanum og koma í veg fyrir að hann nái endurkjöri eftir tvö ár.“ Þetta þýðir að Bandaríkjaforseti mun eiga erfitt með að koma lögum í gegnum þingið. „Það má til dæmis gefa sér að næstu tvö árin verða ekki samþykktar neinar nýjar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Magnús. Óljós framtíðEkki er gott að segja hvernig Teboðshreyfingunni reiðir af eða hvaða áhrif hún hefur á Repúblikanaflokkinn til frambúðar. „Teboðshreyfingin er grasrótarbylting innan Repúblikanaflokksins og hann nýtur góðs af því. Hins vegar á eftir að sjá hvernig spilast úr þessu til lengri tíma litið. Þessi hreyfing er mjög róttæk og það gæti verið slæmt fyrir flokkinn að vera kominn of langt til hægri þegar efnahagsástandið batnar og óánægjufylgið minnkar.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum spá demókrötum ekki góðum árangri í þingkosninunum, sem haldnar verða í dag. Þeir hafa haft öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins, en nú virðist ætla að verða breyting þar á. „Það er eiginlega gefið að þeir missi meirihlutann í fulltrúadeildinni,“ segir Magnús Sveinn Helgason, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. „Það þarf eitthvað mjög merkilegt að gerast til að svo verði ekki. Það gerir enginn ráð fyrir því. Stóra spurningin snýst um það með hversu miklum mun demókratar tapa í fulltrúadeildinni, og hvort meirihluti repúblikana verður mjög naumur.“ „Eiginlega er engin spenna heldur um öldungadeildina,“ segir Magnús, „því allar líkur eru til að demókratar haldi meirihluta sínum þar. Það þarf eitthvað mjög skrýtið að gerast til að það verði ekki.“ Mesta spennanForsetinn og varaforsetinn Barack Obama og Joe Biden mega búast við erfiðleikum við að koma lögum í gegnum þingið næstu tvö árin.nordicphotos/AFPMagnús segir að mesta spennan í kosningunum snúist í kringum það hvernig Teboðshreyfingunni svonefndu vegnar, umdeildri grasrótarhreyfingu róttækra hægrimanna innan Repúblikanaflokksins sem hefur heldur betur hrist upp í kosningabaráttunni. „Í því sambandi beinast sjónir manna einkum að Nevada, þar sem Sharron Angle býður sig fram gegn Harry Reid, leiðtoga meirihluta Demókrataflokksins í öldungadeild. Það er allt útlit fyrir að Angle vinni, en þó er ekki alveg útilokað að Reid haldi sætinu. Ef svo fer, að Angle tapar eða vinnur mjög nauman sigur þá munu það verða með áhugaverðustu niðurstöðum kosninganna, því í byrjun ársins leit út fyrir að Reid myndi tapa með gríðarlegum mun, því hann hefur ekki verið mjög vinsæll. Angle er hins vegar það róttæk að henni hefur tekist að reita fylgið af Repúblikanaflokknum, og tapi hún verður það túlkað sem mikill ósigur fyrir Teboðshreyfinguna.“ Allt samkvæmt bókinniFyrir fram á það reyndar að koma fáum á óvart þótt demókratar tapi fylgi í þessum kosningum, sem eru fyrstu millikosningarnar eftir að Barack Obama var kosinn forseti fyrir tveimur árum. „Það er nánast ófrávíkjanleg regla að flokkur sitjandi forseta tapar í millikosningum. Einnig er nánast gefið að sá flokkur, sem er við völd þegar efnahagsástandið er svona slæmt, tapar atkvæðum,“ segir Magnús. „Fyrir utan þetta, þá er það líka nánast venjulegt ástand í Bandaríkjunum að flokkur forsetans sé ekki með meirihluta í báðum þingdeildunum. Og svo er eitt í viðbót, því demókratar unnu svo stóra sigra bæði 2006 og 2008 að þeir hafa verið með mörg sæti sem voru sögulega sæti Repúblikanaflokksins.“ Illvígt þrátefliMagnús segir ástandið í þinginu verða gjörbreytt fari svo, sem allt bendir til, að demókratar missi meirihluta sinn í fulltrúadeildinni. „Þingið mun ekki starfa með forsetanum, svo það stefnir í tvö ár af þrátefli milli þings og forseta. Þetta verður ekki bara pattstaða, heldur má búast við illvígum átökum því Repúblikanaflokkurinn hefur beinlínis lýst því yfir að það sé helsta markmið hans á næstu tveimur árum að grafa undan forsetanum og koma í veg fyrir að hann nái endurkjöri eftir tvö ár.“ Þetta þýðir að Bandaríkjaforseti mun eiga erfitt með að koma lögum í gegnum þingið. „Það má til dæmis gefa sér að næstu tvö árin verða ekki samþykktar neinar nýjar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Magnús. Óljós framtíðEkki er gott að segja hvernig Teboðshreyfingunni reiðir af eða hvaða áhrif hún hefur á Repúblikanaflokkinn til frambúðar. „Teboðshreyfingin er grasrótarbylting innan Repúblikanaflokksins og hann nýtur góðs af því. Hins vegar á eftir að sjá hvernig spilast úr þessu til lengri tíma litið. Þessi hreyfing er mjög róttæk og það gæti verið slæmt fyrir flokkinn að vera kominn of langt til hægri þegar efnahagsástandið batnar og óánægjufylgið minnkar.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira