Alonso stefnir á sigur í lokamótunum 15. september 2010 12:52 Fernando Alonso var ráðinn til Ferrari á þessu ári í stað Kimi Raikkönen. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernanado Alonso er bjartsýnni á tititlmöguleika sína eftir að hafa unnið á heimavelli Ferrari á sunnudaginn. Hann komst fyrstur í mark í Monza kappakstrinum og færðist úr fimmta sæti í það þriðja í stigamóti ökmanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. "Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á Spa brautinni, eftir óhapp í fyrsta hring, þá höfum við náð fleiri stigum í síðustu fjórum mótum en nokkrir aðrir. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í henni í skrif Alonso á heimasíðu Ferrari. "Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. "Ég mætti til Maranello (höfuðstöðvar Ferrrari) 5. september, viss um að við gætum glætt titilvonir okkar, jafnvel þó það yrði erfitt. Tveimur dögum eftir mótið í a Monza getum við sagt að við höfum tekið framfaraskref." "Við vissum að ef við gerðum okkar besta, þá ættum við möguleika og þannig fóru leikar. Núna verður markmið okkar að endurtaka leikinn í síðustu fimm mótum ársins." Alonso heimsótti höfuðstöðvar Ferrari eftir mótið á Monza og þakkaði fyrir vel unnin störf á samkomu starfsmanna Ferrari í einni af byggingum Ferrari. "Ég gat þakkað öllum persónulega. Það var gaman að lyfta verðlaununum fyrir framan fólkið sem gerði sigurinn mögulegan, og ekki síst þeim sem útfærðu þjónusuhléið", sagði Alonso. Alonso vann mótið eftir að snöggt þjónustuhlé á Monza fleytti honum framfyrir Jenson Button, sem hafði leitt mótið frá ræsingu. Alonso hafði verið fremstur á ráslínu, en Button komst framúr honum í upphafi. Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Fernanado Alonso er bjartsýnni á tititlmöguleika sína eftir að hafa unnið á heimavelli Ferrari á sunnudaginn. Hann komst fyrstur í mark í Monza kappakstrinum og færðist úr fimmta sæti í það þriðja í stigamóti ökmanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. "Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á Spa brautinni, eftir óhapp í fyrsta hring, þá höfum við náð fleiri stigum í síðustu fjórum mótum en nokkrir aðrir. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í henni í skrif Alonso á heimasíðu Ferrari. "Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. "Ég mætti til Maranello (höfuðstöðvar Ferrrari) 5. september, viss um að við gætum glætt titilvonir okkar, jafnvel þó það yrði erfitt. Tveimur dögum eftir mótið í a Monza getum við sagt að við höfum tekið framfaraskref." "Við vissum að ef við gerðum okkar besta, þá ættum við möguleika og þannig fóru leikar. Núna verður markmið okkar að endurtaka leikinn í síðustu fimm mótum ársins." Alonso heimsótti höfuðstöðvar Ferrari eftir mótið á Monza og þakkaði fyrir vel unnin störf á samkomu starfsmanna Ferrari í einni af byggingum Ferrari. "Ég gat þakkað öllum persónulega. Það var gaman að lyfta verðlaununum fyrir framan fólkið sem gerði sigurinn mögulegan, og ekki síst þeim sem útfærðu þjónusuhléið", sagði Alonso. Alonso vann mótið eftir að snöggt þjónustuhlé á Monza fleytti honum framfyrir Jenson Button, sem hafði leitt mótið frá ræsingu. Alonso hafði verið fremstur á ráslínu, en Button komst framúr honum í upphafi.
Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira