Erlent

Nýtt teppi veldur Obama vandræðum

Barack Obama forseti Bandaríkjanna á ekki sjö dagana sæla í embætti sínu og enn einn bletturinn féll á forsetatíð hans um helgina þegar í ljós kom að hið nýja gólfteppi í skrifstofu hans í Hvíta húsinu hefur að geyma sögufölsun.

Skrifstofan, The Oval Office, var nýlega endurnýjuð og hið nýja teppi sett á gólfið. Á kanta teppsins eru saumaðar frægar tilvitnanir þekktra Bandaríkjamanna þar á meðal Martin Luther King.

Vandamálið er að tilvitnunin í Martin Luther er ekki frá honum sjálfum komin heldur Theodore Parker sem barðist fyrir réttindum blökkumanna á 19du öld.

Martin Luther sjálfur tók ætíð fram að tilvitnunin væri frá Parker en hún hljóðar svo "bogi hins siðferðilega heims er langur en hann sveigist í átt að réttlæti".








Fleiri fréttir

Sjá meira


×