Erlent

Þegiðu svikari

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Abbas og Benjamín Netanyahu í Washington.
Mahmoud Abbas og Benjamín Netanyahu í Washington. Mynd/AP

Mahmoud Abbas forseti palestínumanna hefur sagt nafna sínum Ahmadinejad forseta Írans að vera ekki að skipta sér af því sem honum kemur ekki við.

Fatah samtökin hafa hafið friðarviðræður við Ísrael. Abbas og Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels bundust sammælum um þetta á fundi í Washington í síðustu viku.

Hinn herskái forseti Írans sagði af því tilefni að örlög palestínumanna yrðu ákveðin með andstöðu í Palestínu en ekki í Washington.

Íranar styðja Hamas samtökin sem hröktu Abbas frá Gaza ströndinni með vopnavaldi árið 2007.

Abbas svaraði Ahmadinejad fullum hálsi. Hann sagði að Íransforseti væri ekki fulltrúi írönsku þjóðarinnar.

Hann hafi unnið kosningar með svikum og kúgi þjóð sína. Hann hafi engan rétt til þess að tala um Palestínu eða forseta palestínumanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×