Frumtak kaupir hlut í Mentor fyrir 200 milljónir 5. nóvember 2010 11:21 Frá vinstri: Helga Valfells, Auðunn Ragnarsson , Vilborg Einarsdóttir, Eggert Claessen og Svana Gunnarsdóttir Frumtak hefur fest kaup á hlut í Mentor ehf. Mentor var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi unnið með grunnskólum og er því komið með 20 ára reynslu af þróun og rekstri upplýsingakerfa. Kaup Frumtaks nema 200 milljónum kr. Í tilkynningu segir að Mentor sameinaðist sænska fyrirtækinu P.O.D.B árið 2007 en erlendis er fyrirtækið rekið undir nafninu InfoMentor. Fyrstu árin voru það eingöngu grunnskólar sem nýttu kerfið en árið 2001 kom fyrsta útgáfan fyrir leikskóla og sveitarfélög. Í dag er Mentor heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. Mentor er notað í fjórum löndum og auk höfuðstöðvanna á Íslandi er fyrirtækið með skrifstofu í Svíþjóð þar sem 18 starfsmenn vinna við ráðgjöf, sölu og þjónustu við sænska viðskiptavini. Á Íslandi starfa 23 starfsmenn þar af eru fjórtán tölvunarfræðingar sem vinna við þróun kerfisins. Mentor áætlar að setja upp starfsstöð í Sviss í byrjun árs 2011 fyrir þýskumælandi markað. „Við erum afar spennt fyrir fjárfestingunni í Mentor" segir dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. „Mentor er glæsilegt fyrirtæki sem hefur skapað sér tækifæri í hugbúnaðargerð í skólakerfinu og þannig lagt sitt af mörkum til þess að bæta gæði skólastarfs, sem er svo mikilvægt í nútíma þjóðfélagi. Við væntum mikils af fyrirtækinu og erum sérstaklega áhugasöm að sjá fyrirtækið nýta sérþekkingu sína í sölu á þessu sviði. Þarna eru mikil tækifæri sem hægt er að nýta með því fjármagni sem fyrirtækið fær með þessari hlutafjáraukningu". „Mentor er fyrirtæki sem hefur það að markmiði að auka árangur í skólastarfi" segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor. „Mentor er eitt af stærstu upplýsingakerfum landsins en síðustu ár hefur félagið náð frábærum árangri í Svíþjóð þar sem um 700 skólar eru að nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Framundan er markaðssetning kerfisins í Sviss en þegar er búið að skrifa undir þróunarsamning við fyrsta sveitarfélagið. Samstarf Mentors og Frumtaks gefur fyrirtækinu kleift að sækja fram af auknum krafti í sölu og markaðssetningu á erlendum vettvangi auk þess að efla enn frekar Mentor kerfið sem nýtist jafnt erlendum sem og íslenskum skólum og íþróttafélögum." Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Sjá meira
Frumtak hefur fest kaup á hlut í Mentor ehf. Mentor var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi unnið með grunnskólum og er því komið með 20 ára reynslu af þróun og rekstri upplýsingakerfa. Kaup Frumtaks nema 200 milljónum kr. Í tilkynningu segir að Mentor sameinaðist sænska fyrirtækinu P.O.D.B árið 2007 en erlendis er fyrirtækið rekið undir nafninu InfoMentor. Fyrstu árin voru það eingöngu grunnskólar sem nýttu kerfið en árið 2001 kom fyrsta útgáfan fyrir leikskóla og sveitarfélög. Í dag er Mentor heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. Mentor er notað í fjórum löndum og auk höfuðstöðvanna á Íslandi er fyrirtækið með skrifstofu í Svíþjóð þar sem 18 starfsmenn vinna við ráðgjöf, sölu og þjónustu við sænska viðskiptavini. Á Íslandi starfa 23 starfsmenn þar af eru fjórtán tölvunarfræðingar sem vinna við þróun kerfisins. Mentor áætlar að setja upp starfsstöð í Sviss í byrjun árs 2011 fyrir þýskumælandi markað. „Við erum afar spennt fyrir fjárfestingunni í Mentor" segir dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. „Mentor er glæsilegt fyrirtæki sem hefur skapað sér tækifæri í hugbúnaðargerð í skólakerfinu og þannig lagt sitt af mörkum til þess að bæta gæði skólastarfs, sem er svo mikilvægt í nútíma þjóðfélagi. Við væntum mikils af fyrirtækinu og erum sérstaklega áhugasöm að sjá fyrirtækið nýta sérþekkingu sína í sölu á þessu sviði. Þarna eru mikil tækifæri sem hægt er að nýta með því fjármagni sem fyrirtækið fær með þessari hlutafjáraukningu". „Mentor er fyrirtæki sem hefur það að markmiði að auka árangur í skólastarfi" segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor. „Mentor er eitt af stærstu upplýsingakerfum landsins en síðustu ár hefur félagið náð frábærum árangri í Svíþjóð þar sem um 700 skólar eru að nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Framundan er markaðssetning kerfisins í Sviss en þegar er búið að skrifa undir þróunarsamning við fyrsta sveitarfélagið. Samstarf Mentors og Frumtaks gefur fyrirtækinu kleift að sækja fram af auknum krafti í sölu og markaðssetningu á erlendum vettvangi auk þess að efla enn frekar Mentor kerfið sem nýtist jafnt erlendum sem og íslenskum skólum og íþróttafélögum."
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Sjá meira