Erlent

Ættingjar bíða í ofvæni

Frá Kína í nótt.
Frá Kína í nótt. Mynd/AP
Ættingjar ellefu námuverkamanna sem eru fastir í kolanámu í Kína, eru komnir að námunni og bíða í ofvæni eftir fréttum af björgunarstörfum. Sprenging varð í námu sem er um 650 kílómetra suður af Peking. 26 námumenn fórust í sprengingunni.

Björgunarmenn vinna nú að því að fjarlægja fleiri tonn af kolum og kolaryki úr muna námunnar. Sprengingin varð þegar námumenn voru að bora holu í námuvegg til að losa um þrýsting frá gasi. Björgunarmenn gera sér enn vonir um að hægt verða að bjarga einhverjum af mönnunum ellefu á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×