Erlent

Eldgos á Súmötru færist í aukana

Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín við rætur fjallsins.
Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín við rætur fjallsins. MYND/AP

Eldgosið sem hófst í gær á í Sinabung fjalli á eyjunni Súmötru í Indónesíu hefur færst í aukana en fjallið hefur verið óvirkt í rúm fjögur hundruð ár. Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín við rætur fjallsins og flugumferð hefur raskast vegna öskuskýsins sem nær nú um tvo kílómetra upp í loftið.

Fjallið lét fyrst á sér kræla snemma í gær og í morgun bárust af því fréttir að önnur sprenging hefði orðið í fjallinu og að gosið sé að færast í aukana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×