Erlent

Mannskaðar og eignatjón í flóðum í Evrópu

Að minnsta kosti 10 manns hafa farist og töluvert eignatjón orðið í miklum flóðum í Þýskalandi, Tékklandi og Póllandi um helgina.

Margar ár í þessum löndum hafa flætt yfir bakka sína í kjölfar mikilla rigninga, Þar á meðal Neisse áin en flóðin úr henni eru þau verstu síðan árið 2002.

Sökum flóðanna þurfti að rýma borgina Zittau í Goerlitz héraði að hluta til. Samkvæmt frétt um málið á CNN var það versta yfirstaðið í morgun og þess er vænst að ástandið á flóðasvæðinu verði orðið eðlilegt síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×