Erlent

Talíbanar gera árás á Kabúl

MYND/Úr safni
MYND/Úr safni

Hópur Talíbana gerði í morgun árásir í miðborg afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl en á sama tíma var forseti landsins að sverja ráðherra sína í embætti. Fregnir hafa borist af að minnsta kosti tveimur sprengingum í hverfinu í grennd við forsetahöllina og mikil skothríð hefur einnig heyrst.

Þrír hafa látist enn sem komið er en svo virðist vera sem árásin sé vel skipulögð og að Tablíbanarnir séu vel vopnaðir auk þess sem þeir eru í svokölluðum sprengjuvestum. Mennirnir hafa komið sér fyrir í opinberum byggingum og verslunum og berjast nú við stjórnarhermenn og NATO liða. Þá hafa einnig borist fregnir af því að tveimur flugskeytum hafi verið skotið á borgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×