Erlent

Var Da Vinci sjálfur Mona Lisa?

Óli Tynes skrifar
Ert þetta þú Lenni?
Ert þetta þú Lenni?

Vísindamenn og sagnfræðingar í ítölsku Þjóðminjanefndinni hafa farið framá að fá að opna grafhýsi Leonardos Da Vinci til að komast að því hvort málverkið af Monu Lisu sé sjálfsmynd listamannsins.

Grafhýsi Da Vincis er í í Amboise kastalanum í Loire dalnum í Frakklandi. Öldum saman hafa menn velt vöngum yfir hver hafi verið fyrirsæta hans þegar hann málaði Monu Lisu. Þar hafa margar konur verið nefndar til sögunnar.

Meðal annars Lisa Gherardini sem var eiginkona kaupmanns í Flórens. Móðir listamannsins hefur einnig verið nefnd.

Hrifning Da Vincis af ráðgátum er alkunn og það eru margir fræðimenn sannfærðir um að að í Monu Lísu hafi hann málað sjálfan sig sem konu.

Það er þessvegna sem þeir vilja opna grafhýsið. Ef þeir finna þar hauskúpu Da Vincis geta þeir með nútímatækni endurskapað andlit hans af mikilli nákvæmni. Nógu mikilli nákvæmni til þess að hægt sé að bera það saman við málverkið.

Ekki eru allir sáttir við að grafhýsi Da Vincis verði opnað. Sjálf Þjóðminjanefnd Ítalíu hefur hinsvegar töluverða vikt. Frekar er búist við að hún fái samþykki fyrir verkinu í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×