Áhugi á óverðtryggðum ríkisbréfum dvínar ekki 25. janúar 2010 12:38 Áhugi íslenskra fjárfesta á löngum óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hefur síst dvínað þrátt fyrir aukna óvissu um þróun skammtímavaxta og efnahagsmála næsta kastið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem segir að um þetta vitni mikil spurn eftir lengsta ríkisbréfaflokknum, RIKB25, í fyrsta ríkisbréfaútboði Lánamála ríkisins þetta árið, en það var haldið síðastliðinn föstudag.Alls bárust tilboð að fjárhæð 10,2 miljarða kr. í flokkinn. Af þeim var tilboðum fyrir 8,3 milljarða kr. tekið á 8,07% ávöxtunarkröfu. Lífeyrissjóðir og aðrir innlendir stofnanafjárfestar hafa verið stórtækir kaupendur RIKB25 í undanförnum útboðum og gerir greiningin ráð fyrir að sú hafi einnig verið raunin nú.Mun minni áhugi reyndist á hinum flokknum sem í boði var, RIKB11. Aðeins bárust tilboð að fjárhæð 4,3 milljarða kr. og var þeim öllum hafnað. Þetta er annað útboðið í röð þar sem fallið er frá sölu RIKB11 vegna lítillar spurnar.„Teljum við þessar dræmu undirtektir til marks um að erlendir fjárfestar hafi ekki haft áhuga á þátttöku í útboðinu að þessu sinni. Útlendingar virðast mun áhugasamari um ríkisvíxla en stutt ríkisbréf þessa dagana. Teljum við það hafa átt sinn þátt í breyttum áherslum í útgáfu ríkisskuldabréfa þetta árið þar sem ákveðið var að bæta í útgáfu ríkisvíxla fremur en draga úr henni líkt og áætlanir í fyrra gerðu ráð fyrir. Gæti orðið torsótt að byggja upp þennan flokk næsta kastið, en hugsanlega léttist sá róður eftir því sem líður á árið og líftími hans styttist," segir í Morgunkorninu.„Þrátt fyrir að ekki hafi verið seld RIKB11-bréf að þessu sinni er okkar mat að ríkissjóður megi vel una við niðurstöðu föstudagsins. Eftir útboðið eru ríflega 64 milljarða kr. útistandandi í RIKB25-flokknum auk verðbréfalána og er hann því orðinn sambærilegur flestum hinna ríkisbréfaflokkanna að stærð þrátt fyrir að hafa fyrst litið dagsins ljós fyrir hálfu ári síðan."Í Morgunkorninu kemur ennfremur fram að segja megi að það hafi verið nokkuð kjarkað af ríkissjóði að ráðast í uppbyggingu á óverðtryggðum skuldabréfaflokki með svo langan líftíma í því mikla óvissuástandi sem ríkti síðastliðið sumar, og hefur raunar að miklu leyti verið við lýði síðan. Spurn eftir bréfunum hefur hins vegar reynst veruleg, sér í lagi hjá íslenskum langtímafjárfestum.„Teljum við til að mynda að flokkurinn fari nú nærri því að fylla hálft annað prósent af eignasafni lífeyrissjóðanna, sem má telja harla góðan árangur fyrir ríkissjóð í ljósi þess að margir töldu til skamms tíma illmögulegt að byggja upp óverðtryggðan langtíma vaxtaferil á íslenskum skuldabréfamarkaði. Uppbygging slíks ferils er raunar forsenda þess að hægt sé að bjóða íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum upp á langtíma óverðtryggð lán á föstum vöxtum, til að mynda íbúðalán," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Áhugi íslenskra fjárfesta á löngum óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hefur síst dvínað þrátt fyrir aukna óvissu um þróun skammtímavaxta og efnahagsmála næsta kastið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem segir að um þetta vitni mikil spurn eftir lengsta ríkisbréfaflokknum, RIKB25, í fyrsta ríkisbréfaútboði Lánamála ríkisins þetta árið, en það var haldið síðastliðinn föstudag.Alls bárust tilboð að fjárhæð 10,2 miljarða kr. í flokkinn. Af þeim var tilboðum fyrir 8,3 milljarða kr. tekið á 8,07% ávöxtunarkröfu. Lífeyrissjóðir og aðrir innlendir stofnanafjárfestar hafa verið stórtækir kaupendur RIKB25 í undanförnum útboðum og gerir greiningin ráð fyrir að sú hafi einnig verið raunin nú.Mun minni áhugi reyndist á hinum flokknum sem í boði var, RIKB11. Aðeins bárust tilboð að fjárhæð 4,3 milljarða kr. og var þeim öllum hafnað. Þetta er annað útboðið í röð þar sem fallið er frá sölu RIKB11 vegna lítillar spurnar.„Teljum við þessar dræmu undirtektir til marks um að erlendir fjárfestar hafi ekki haft áhuga á þátttöku í útboðinu að þessu sinni. Útlendingar virðast mun áhugasamari um ríkisvíxla en stutt ríkisbréf þessa dagana. Teljum við það hafa átt sinn þátt í breyttum áherslum í útgáfu ríkisskuldabréfa þetta árið þar sem ákveðið var að bæta í útgáfu ríkisvíxla fremur en draga úr henni líkt og áætlanir í fyrra gerðu ráð fyrir. Gæti orðið torsótt að byggja upp þennan flokk næsta kastið, en hugsanlega léttist sá róður eftir því sem líður á árið og líftími hans styttist," segir í Morgunkorninu.„Þrátt fyrir að ekki hafi verið seld RIKB11-bréf að þessu sinni er okkar mat að ríkissjóður megi vel una við niðurstöðu föstudagsins. Eftir útboðið eru ríflega 64 milljarða kr. útistandandi í RIKB25-flokknum auk verðbréfalána og er hann því orðinn sambærilegur flestum hinna ríkisbréfaflokkanna að stærð þrátt fyrir að hafa fyrst litið dagsins ljós fyrir hálfu ári síðan."Í Morgunkorninu kemur ennfremur fram að segja megi að það hafi verið nokkuð kjarkað af ríkissjóði að ráðast í uppbyggingu á óverðtryggðum skuldabréfaflokki með svo langan líftíma í því mikla óvissuástandi sem ríkti síðastliðið sumar, og hefur raunar að miklu leyti verið við lýði síðan. Spurn eftir bréfunum hefur hins vegar reynst veruleg, sér í lagi hjá íslenskum langtímafjárfestum.„Teljum við til að mynda að flokkurinn fari nú nærri því að fylla hálft annað prósent af eignasafni lífeyrissjóðanna, sem má telja harla góðan árangur fyrir ríkissjóð í ljósi þess að margir töldu til skamms tíma illmögulegt að byggja upp óverðtryggðan langtíma vaxtaferil á íslenskum skuldabréfamarkaði. Uppbygging slíks ferils er raunar forsenda þess að hægt sé að bjóða íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum upp á langtíma óverðtryggð lán á föstum vöxtum, til að mynda íbúðalán," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent