Erlent

Kínverjar afneita Google hakki

Óli Tynes skrifar
Við erum sooooona stór.
Við erum sooooona stór.

Google hótaði hinn tólfta þessa mánaðar að hætta allri starfsemi í Kína og loka þar skrifstofum sínum eftir að einhverjir hökkuðu sig inn í rafpóst mannréttindasamtaka bæði kínverskra og erlendra. Bandaríkjastjórn hefur stutt við bakið á fyrirtækinu.

Talsmaður kínverska upplýsingaráðuneytisins sagði í gær að allar ásakanir um að stjórnvöld ættu beinan eða óbeinan þátt í þessu hakki væru úr lausu lofti gripnar. Stjórnvöld væru alfarið á móti slíku athæfi.

Talsmaðurinn varði jafnframt ritskoðun stjórnvalda á netinu. Hann sagði að hún væri fullkomlega lögleg og eðlileg og að aðrir ættu ekki að vera að skipta sér af henni.

Kínverjar líta á stjórnun netsins sem alvarlegt öryggismál og ekki er búist við að Google fái neinar tilslakanir.

Stjónvöld hvetja til netnorkunar í viðskiptum en ritskoða harkalega allt sem ritskoðarar þeirra telja falla undir klám, eða andfélagsleg viðhorf.

Þá er lokað fyrir marga erlenda frétta- og samskiptavefi eins og Twitter, Facebook og YouTube.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×