Erlent

Margaret Thatcher flutt á sjúkrahús

Margaret Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands hefur verið lögð inn á sjúkrahús til rannsóknar.

Thatcher hefur glímt við slæma flensu um nokkurt skeið. Af þeim sökum gat hún ekki tekið þátt í móttöku sem haldnin var í tilefni af 85 ára afmæli hennar í síðustu viku.

Í frétt um málið á CNN segir að David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafi sent Thacher samúðarskeyti með von um að hún nái sér fljótt af þessum veikindum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×