Erlent

Yngsti fangi Gvantanamó fyrir rétt

Yngsti fanginn í Gvantanamó-fangabúðunum er á leiðinni fyrir dómara. nordicphotos/afp
Yngsti fanginn í Gvantanamó-fangabúðunum er á leiðinni fyrir dómara. nordicphotos/afp
Omar Khadr, yngsti fangi Gvantanamó-fangabúðanna, sem Bandaríkin hafa starfrækt frá árinu 2002 í baráttunni gegn hryðjuverkum, verður leiddur fyrir dóm í þessari viku.

Khadr, sem er fæddur í Toronto í Kanada, var tekinn til fanga í Afganistan árið 2002, þá 15 ára gamall. Í dag er Khadr 23 ára og verður leiddur fyrir dóm vegna ásakana um að hafa unnið fyrir al-Kaída og verið valdur að dauða bandarísks hermanns.

Samtökin Amnesty International hafa allt frá fangelsun Khadr barist fyrir rétti hans og jafnframt því að yfir honum verði réttað á grundvelli kanadískra laga eða innan venjulegs bandarísks dómstóls. Kanadísk yfirvöld hafa þó verið rög við að tala gegn stefnu Bandaríkjanna og því virðist sem Khadr verði leiddur fyrir dómstól Gvantanamó-fangelsis.

Réttarhöldin gætu varað í allt að fjórar vikur og vonast talsmaður Amnesty International að Khadr mæti í réttarsalinn og segi frá slæmri meðferð innan fangelsisins og sýni þar með fram á hversu óréttlát réttarhöldin eru.-jbá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×