Erlent

Snúa á veiðiþjófana

Yngri simpansar fylgjast með þeim eldri þegar þeir skemma gildrurnar, og skoða svo ummerkin þegar gildrurnar eru skaðlausar.Nordicphotos/AFP
Yngri simpansar fylgjast með þeim eldri þegar þeir skemma gildrurnar, og skoða svo ummerkin þegar gildrurnar eru skaðlausar.Nordicphotos/AFP
Simpansar sem búa í regnskógum Gíneu í Vestur-Afríku hafa lært að skemma gildrur sem lagðar eru af veiðiþjófum, og kenna hver öðrum að forðast og skemma gildrurnar. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Áberandi færri simpansar veiðast í gildrur í Gíneu en í nágrannalöndunum. Vísindamenn hafa náð myndum af simpönsum þar sem þeir skemma snörur sem lagðar hafa verið fyrir þá.

Aparnir geta ekki lært á gildrurnar af reynslunni, þar sem þeir apar sem festast lifa það sjaldnast af. Þessi hegðun gefur því innsýn í hvernig þeir læra á umhverfi sitt. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×