Erlent

Verkföll og mótmæli halda áfram í Frakklandi

Franskir verkamenn ætla að halda áfram verkföllum sínum og mótmælaaðgerðum í dag, sjöunda daginn í röð. Því er reiknað með áframhaldandi öngþveiti og bensínskorti í landinu.

Námsmenn í Frakklandi hafa einnig boðað til mótmælaaðgerða en í dag á að greiða atkvæði um umdeilda hækkun á eftirlaunaaldri landsmanna úr 60 og í 62 ár.

Mótmælaaðgerðirnar í gærdag voru þær mestu hingað til. Samkvæmt opinberum tölum tóku yfir milljón manns þátt í þeim, þar af yfir 300.000 í París. Verkalýðshreyfingin telur hinsvegar að mannfjöldinn hafi verið nær 3, 5 milljónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×