Erlent

Beinbrotnaði er hún datt fram úr rúminu

Leikkonan Zsa Zsa Gabor
Leikkonan Zsa Zsa Gabor
Leikkonan Zsa Zsa Gabor var flutt á sjúkrahús í Hollywood í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa dottið fram úr rúmi sínu. Leikkonan, sem er 93 ára, beinbrotnaði við fallið en hún var að horfa á sjónvarpið þegar slysið átti sér stað. Að öðru leyti er ekki vitað um liðan hennar.

Zsa Zsa Gabor lamaðist að hluta eftir að hún lenti í bílslysi árið 2002 og þá fékk hún hjartaáfall fyrir fimm árum.

Gabor varð heimsfræg á sjötta áratug síðustu aldar og lék í fjölmörgum kvikmyndum þar á meðal Moulin Rouge, Lili og Touch of Evil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×