Erlent

Handteknir á Schiphol

Lögreglan á Schiphol flugvelli í Hollandi handtók tvo menn í fyrrinótt við komuna til Amsterdam en þeir voru á leið frá Chicago í Bandaríkjunum. Grunur lék á að þeir væru með hluti á sér sem nota ætti til sprengjugerðar og voru þeir hnepptir í varðhald.

Hvorugur þeirra hefur þó verið ákærður enda reyndust hlutirnir ekki vera hættulegir. Um var að ræða nokkra farsíma sem búið var að vefja með límbandi við flöskur með óþekktum vökva.

Málið er í rannsókn en grunur leikur á að mennirnir hafi verið í einskonar æfingarferð til þess að sjá hvort hægt sé að smygla sprengju um borð með þessum hætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×